Innlent

Bóksalinn í Kabúl óskar eftir hæli í Noregi

Bóksalinn í Kabúl, Shah Mohammad Rais, hefur óskað eftir hæli í Noregi en norsk stjórnvöld eru treg til að veita honum það.

Þau hafa óskað eftir upplýsingum frá Afganistan um hvort rétt sé að ógnir steðji að bóksalanum í Afganistan.

Hugsanlegt er að bóksalinn missi þá tímabundnu vegabréfsáritun sem hann hefur nú þegar til Noregs.

Mohammad Rais hefur sagt frá því í norska blaðinu Aftenposten að honum hafi fundist sér og fjölskyldu sinni ógnað eftir að bók norska blaðamannsins Åsne Seierstad kom út í Afganistan. Í bókinni er lífi fjölskyldunnar og þá sérstaklega kvennanna lýst.

"Ég held að það sé gott að búa í Noregi," segir bóksalinn í Kabúl.

Hann segir sína hlið í bók sem um þessar mundir kemur út í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×