Fólkið neitar sök 17. október 2005 00:01 Aðalmeðferð og vitnaleiðslur fóru fram í máli Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsardóttur sem sökuð eru um húsbrot og stórfelld skemmdarverk á Hótel Nordica í sumar. Þar ruddust þau inn í ráðstefnusal álráðstefnu og slettu skyri blönduðum grænum matarlit á gesti og innanstokksmuni. Þegar er búið að dæma breskan mann að nafni Paul Geoffrey Gill fyrir aðild að málinu, en hann hlaut skilorðsbundið mánaðarfangelsi. Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi bar vitni í málinu í gær, en hún var uppi á sviði þegar fólkið kom með skyrið. Hún sagði mikla hræðslu hafa brotist út meðal ráðstefnugesta, sérstaklega erlendu gestanna. "Ég fór úr jakkanum og hljóp burt," sagði hún og lýsti hvernig hún hefði skýlt sér bak við gardínu. "Svo fann ég strax á lyktinni að þetta var skyr eða mjólkurdrykkur," sagði hún og kvaðst hafa róað gestina með því. Deilt er um hvort eignaspjöllin með skyrslettunum hafi verið stórfelld. Í máli Pauls Gill var bótakröfum vísað frá, en þá námu þær um tveimur milljónum króna. Seinna kom í ljós að hlutir sem sagðir voru ónýtir höfðu bara orðið fyrir skemmdum og taldi hótelið að ekki næmi kostnaði að meta þá. Því er nú bara gerð krafa um greiðslu á kostnaði við hreinsistarf í hótelinum. Guðmundur B. Ólafsson, verjandi Örnu Aspar, gagnrýndi útreikning hótelsins harðlega við meðferð málsins. "235 þúsund króna reikningur fyrir teppahreinsun er ótrúlegur," sagði hann og benti á að sólarhringsleiga á teppahreinsivél í byggingarvöruverslun væri um 1.700 krónur og taldi verkið tæpast geta hafa staðið í nema tvo til þrjá tíma. Þá sagði hann með ólíkindum að meðallaun þeirra sem komu að hreinsunninni virtust nema 425 þúsund krónum á mánuði, en nítján starfsmenn komu að hreinsun, þeirra á meðal hótelstjórinn. Einnig er deilt um hvort mótmælin teljist húsbrot, en verjendurnir vilja meina að önnur lögmál gildi um hótel og opinbera staði, en gilda um heimili í þeim efnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Aðalmeðferð og vitnaleiðslur fóru fram í máli Ólafs Páls Sigurðssonar og Örnu Aspar Magnúsardóttur sem sökuð eru um húsbrot og stórfelld skemmdarverk á Hótel Nordica í sumar. Þar ruddust þau inn í ráðstefnusal álráðstefnu og slettu skyri blönduðum grænum matarlit á gesti og innanstokksmuni. Þegar er búið að dæma breskan mann að nafni Paul Geoffrey Gill fyrir aðild að málinu, en hann hlaut skilorðsbundið mánaðarfangelsi. Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi bar vitni í málinu í gær, en hún var uppi á sviði þegar fólkið kom með skyrið. Hún sagði mikla hræðslu hafa brotist út meðal ráðstefnugesta, sérstaklega erlendu gestanna. "Ég fór úr jakkanum og hljóp burt," sagði hún og lýsti hvernig hún hefði skýlt sér bak við gardínu. "Svo fann ég strax á lyktinni að þetta var skyr eða mjólkurdrykkur," sagði hún og kvaðst hafa róað gestina með því. Deilt er um hvort eignaspjöllin með skyrslettunum hafi verið stórfelld. Í máli Pauls Gill var bótakröfum vísað frá, en þá námu þær um tveimur milljónum króna. Seinna kom í ljós að hlutir sem sagðir voru ónýtir höfðu bara orðið fyrir skemmdum og taldi hótelið að ekki næmi kostnaði að meta þá. Því er nú bara gerð krafa um greiðslu á kostnaði við hreinsistarf í hótelinum. Guðmundur B. Ólafsson, verjandi Örnu Aspar, gagnrýndi útreikning hótelsins harðlega við meðferð málsins. "235 þúsund króna reikningur fyrir teppahreinsun er ótrúlegur," sagði hann og benti á að sólarhringsleiga á teppahreinsivél í byggingarvöruverslun væri um 1.700 krónur og taldi verkið tæpast geta hafa staðið í nema tvo til þrjá tíma. Þá sagði hann með ólíkindum að meðallaun þeirra sem komu að hreinsunninni virtust nema 425 þúsund krónum á mánuði, en nítján starfsmenn komu að hreinsun, þeirra á meðal hótelstjórinn. Einnig er deilt um hvort mótmælin teljist húsbrot, en verjendurnir vilja meina að önnur lögmál gildi um hótel og opinbera staði, en gilda um heimili í þeim efnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira