Krefur ráðuneytið um upplýsingar 28. september 2005 00:01 Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. Umboðsmaður Alþingis segir í áliti fyrir stjórnarandstöðuna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar varðandi sölu Búnaðarbankans til S-hópsins að eins og á standi séu ekki forsendur til athugunarinnar að hans frumkvæði. Hann hefur hins vegar sent forsætisráðuneytinu erindi þar sem farið er fram á upplýsingar um einkavæðingu ríkisins. Markmiðið sé að bæta fyrirkomulagið til frambúðar. Spurningar umboðsmanns til forsætisráðuneytisins eru þessar: Í fyrsta lagi hvort til standi að skýra betur eða setja ný lög um framkvæmd einkavæðingar enda liggi fyrir álit Ríkisendurskoðunar sem segi verklagsreglur um framkvæmd einkavæðingar óljósar og hvatt til að þær verði skýrðar frekar. Þetta gerði Ríkisendurskoðun raunar líka í skýrslu vegna sölu Landsbankans. Í öðru lagi hvort skýra eigi betur stöðu aðila sem hafa með einkavæðinguna að gera. Umboðsmaður spyr í bréfi sínu hvort til standi að skýra betur verksvið þeirra nefnda og viðkomandi ríkisfyrirtækja sem að einkavæðingunni koma. Umboðsmaður spyr í þriðja lagi hvort, og þá hvaða, reglum eða verklagi hafi verið fylgt í tengslum við upplýsingagjöf þeirra sem komið hafa að einkavæðingaferlinu með tilliti til hugsanlegs vanhæfis. Ef slíkt verklag hafi ekki verið viðhaft spyr umboðsmaður hvort ekki sé rétt að slíku verklagi verði komið á. Fjórða spurning umboðsmanns til forsætisráðuneytis vegna einkavæðingar beinist svo að því hvort til standi að selja hlut ríkisins í einstaka félögum eða fyrirtækjum í þess eigu. Umboðsmaður vill vita hvort þurfi að skerpa á reglum um einkavæðingu með lögum eða endurskoðun gildandi reglna. Forsætisráðuneyti ber að svara umboðsmanni áður en október er liðinn. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. Umboðsmaður Alþingis segir í áliti fyrir stjórnarandstöðuna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar varðandi sölu Búnaðarbankans til S-hópsins að eins og á standi séu ekki forsendur til athugunarinnar að hans frumkvæði. Hann hefur hins vegar sent forsætisráðuneytinu erindi þar sem farið er fram á upplýsingar um einkavæðingu ríkisins. Markmiðið sé að bæta fyrirkomulagið til frambúðar. Spurningar umboðsmanns til forsætisráðuneytisins eru þessar: Í fyrsta lagi hvort til standi að skýra betur eða setja ný lög um framkvæmd einkavæðingar enda liggi fyrir álit Ríkisendurskoðunar sem segi verklagsreglur um framkvæmd einkavæðingar óljósar og hvatt til að þær verði skýrðar frekar. Þetta gerði Ríkisendurskoðun raunar líka í skýrslu vegna sölu Landsbankans. Í öðru lagi hvort skýra eigi betur stöðu aðila sem hafa með einkavæðinguna að gera. Umboðsmaður spyr í bréfi sínu hvort til standi að skýra betur verksvið þeirra nefnda og viðkomandi ríkisfyrirtækja sem að einkavæðingunni koma. Umboðsmaður spyr í þriðja lagi hvort, og þá hvaða, reglum eða verklagi hafi verið fylgt í tengslum við upplýsingagjöf þeirra sem komið hafa að einkavæðingaferlinu með tilliti til hugsanlegs vanhæfis. Ef slíkt verklag hafi ekki verið viðhaft spyr umboðsmaður hvort ekki sé rétt að slíku verklagi verði komið á. Fjórða spurning umboðsmanns til forsætisráðuneytis vegna einkavæðingar beinist svo að því hvort til standi að selja hlut ríkisins í einstaka félögum eða fyrirtækjum í þess eigu. Umboðsmaður vill vita hvort þurfi að skerpa á reglum um einkavæðingu með lögum eða endurskoðun gildandi reglna. Forsætisráðuneyti ber að svara umboðsmanni áður en október er liðinn.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira