Áfellisdómur segir lagaprófessor 20. september 2005 00:01 Lagaprófessor við Háskóla Íslands telur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur áfellisdóm yfir embætti ríkislögreglustjóra. Þá telur varaformaður allsherjarnefndar, Jónína Bjartmarz, rétt að kanna hvort eðlilegt sé að bæði meðferð rannsóknar og ákæruvald fari fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra. Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, vill ekki segja til um hvort hann telji rétt af Héraðsdómi að vísa málinu frá í heild. Hann telur þó að forsendur Héraðsdóms til að vísa öllu málinu frá geti staðist þar sem erfitt geti verið að halda málinu áfram sé ákæran vanreifuð að miklum hluta. Stefán telur úrskurðinn í dag vera áfellisdóm fyrir ákæruvaldið. Aðspurður hvort hann telji forsendur vera fyrir því að gefa út nýja ákæru, komist Hæstiréttur að sömu niðurstöðu og Héraðsdómur, segist Stefán telja þær vera til staðar samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. „En auðvitað geri ég þá ráð fyrir því að ný ákæra komi fram eins fljótt og unnt er,“ segir Stefán. Jónína Bjartmarz, varaformaður allsherjarnefndar Alþingis, vill ekki hafa stór orð um hvort úrskurðurinn sé áfellisdómur fyrir embætti ríkislögreglustjóra fyrr en málið hefur farið fyrir Hæstarétt því þar liggi síðasta orðið. Hún segir Héraðsdóm sýna ákveðna varfærni, kannski í ljósi niðurstöðu málverkafölsunarmálsins svokallaða fyrir Hæstarétti. Jónína veltir þó upp þeirri spurningu hvort rétt sé að ákæruvald í skatta- og efnahagsbrotamálum sé í húsakynnum ríkislögreglustjóra, hvort rannsókn málsins og útgáfa ákærunnar eigi að vera á sömu hendi. Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Lagaprófessor við Háskóla Íslands telur úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur áfellisdóm yfir embætti ríkislögreglustjóra. Þá telur varaformaður allsherjarnefndar, Jónína Bjartmarz, rétt að kanna hvort eðlilegt sé að bæði meðferð rannsóknar og ákæruvald fari fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra. Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor við Háskóla Íslands, vill ekki segja til um hvort hann telji rétt af Héraðsdómi að vísa málinu frá í heild. Hann telur þó að forsendur Héraðsdóms til að vísa öllu málinu frá geti staðist þar sem erfitt geti verið að halda málinu áfram sé ákæran vanreifuð að miklum hluta. Stefán telur úrskurðinn í dag vera áfellisdóm fyrir ákæruvaldið. Aðspurður hvort hann telji forsendur vera fyrir því að gefa út nýja ákæru, komist Hæstiréttur að sömu niðurstöðu og Héraðsdómur, segist Stefán telja þær vera til staðar samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála. „En auðvitað geri ég þá ráð fyrir því að ný ákæra komi fram eins fljótt og unnt er,“ segir Stefán. Jónína Bjartmarz, varaformaður allsherjarnefndar Alþingis, vill ekki hafa stór orð um hvort úrskurðurinn sé áfellisdómur fyrir embætti ríkislögreglustjóra fyrr en málið hefur farið fyrir Hæstarétt því þar liggi síðasta orðið. Hún segir Héraðsdóm sýna ákveðna varfærni, kannski í ljósi niðurstöðu málverkafölsunarmálsins svokallaða fyrir Hæstarétti. Jónína veltir þó upp þeirri spurningu hvort rétt sé að ákæruvald í skatta- og efnahagsbrotamálum sé í húsakynnum ríkislögreglustjóra, hvort rannsókn málsins og útgáfa ákærunnar eigi að vera á sömu hendi.
Baugsmálið Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira