Skorinn með glerflösku 6. ágúst 2005 00:01 Bandarískur hermaður hlaut skurði í hópslagsmálum utan við skemmtistaðinn Traffic við Hafnargötu í Reykjanesbæ á þriðja tímanum í fyrrinótt. Hermaðurinn fór svo sjálfur ásamt félögum sínum með leigubíl á hersjúkrahúsið á herstöðinni þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Fjórir Íslendingar og einn erlendur ríkisborgari voru í kjölfarið handteknir og vistaðir í fangageymslum lögreglunnar í Keflavík í fyrrinótt. Þeir voru svo yfirheyrðir í gær af rannsóknalögreglunni í Keflavík og höfðu tveir verið látnir lausir í gær þegar blaðið fór í prentun. Til slagsmála hafði komið milli tveggja hópa, annars vegar sex varnarliðsmanna og hins vegar þeirra fimm sem handteknir voru. Lögregla telur líklegt að hermanninum hafi verið veittir áverkarnir með brotinni glerflösku. Talsvert blæddi úr honum á götuna og var Hafnargötunni því lokað um tíma í gærnótt á meðan lögregla kannaði vettvang. Margt fólk var á ferli í miðbæ Keflavíkur þegar atvikið átti sér stað. Skurðirnir sem maðurinn hlaut voru nokkrir, misalvarlegir og djúpir. Í nóvember í fyrra lést danskur hermaður í kjölfar hnefahöggs sem honum var veitt í deilum sem upp komu á skemmtistaðnum. Þá er tæpt ár síðan kærð var líkamsárás sem framin var á staðnum en þá braut ungur Keflvíkingur glas í andliti manns með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlegan skurð á gagnauga. Þá eru enn ótalin nokkur önnur líkamsárásarmál sem upp hafa komið vegna ryskinga inni á staðnum á því rétt rúma ári sem hann hefur verið starfræktur í núverandi mynd. Lögregla leitar enn fólks sem getur gefið upplýsingar um atburði næturinnar og bendir þeim öllum á sem eitthvað vita að hafa samband í síma 420 2400. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Bandarískur hermaður hlaut skurði í hópslagsmálum utan við skemmtistaðinn Traffic við Hafnargötu í Reykjanesbæ á þriðja tímanum í fyrrinótt. Hermaðurinn fór svo sjálfur ásamt félögum sínum með leigubíl á hersjúkrahúsið á herstöðinni þar sem hann gekkst undir aðgerð. Hann er ekki talinn vera í lífshættu. Fjórir Íslendingar og einn erlendur ríkisborgari voru í kjölfarið handteknir og vistaðir í fangageymslum lögreglunnar í Keflavík í fyrrinótt. Þeir voru svo yfirheyrðir í gær af rannsóknalögreglunni í Keflavík og höfðu tveir verið látnir lausir í gær þegar blaðið fór í prentun. Til slagsmála hafði komið milli tveggja hópa, annars vegar sex varnarliðsmanna og hins vegar þeirra fimm sem handteknir voru. Lögregla telur líklegt að hermanninum hafi verið veittir áverkarnir með brotinni glerflösku. Talsvert blæddi úr honum á götuna og var Hafnargötunni því lokað um tíma í gærnótt á meðan lögregla kannaði vettvang. Margt fólk var á ferli í miðbæ Keflavíkur þegar atvikið átti sér stað. Skurðirnir sem maðurinn hlaut voru nokkrir, misalvarlegir og djúpir. Í nóvember í fyrra lést danskur hermaður í kjölfar hnefahöggs sem honum var veitt í deilum sem upp komu á skemmtistaðnum. Þá er tæpt ár síðan kærð var líkamsárás sem framin var á staðnum en þá braut ungur Keflvíkingur glas í andliti manns með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlegan skurð á gagnauga. Þá eru enn ótalin nokkur önnur líkamsárásarmál sem upp hafa komið vegna ryskinga inni á staðnum á því rétt rúma ári sem hann hefur verið starfræktur í núverandi mynd. Lögregla leitar enn fólks sem getur gefið upplýsingar um atburði næturinnar og bendir þeim öllum á sem eitthvað vita að hafa samband í síma 420 2400.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira