Handtekin vegna sprengjuhótunar 5. ágúst 2005 00:01 Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi. Konan hringdi úr farsíma sínum í 112 og sagði að sprengja væri í flugstöðinni. Þá var klukkan rúmlega 20 mínútur gengin í fimm. Sýslumannsembættið var strax látið vita og tíu mínútum síðar höfðu verið gerðar ráðstafanir í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir. Voru lögregla, starfsmenn tollsins og öryggisdeild sýslumannsembættisins sett í að leita hver á sínu svæði. Einnig voru morgunvaktirnar kallaðar út fyrr. Leitin stóð í um þrjá stundarfjórðunga, en að þeim tíma liðnum hafði verið gengið úr skugga um að um gabb væri að ræða. Rannsókn var þegar hafin á málinu og komst lögreglan fljótlega á spor konunnar með því að rekja símtalið. Lögreglan hóf þegar leit að henni í nokkrum sveitarfélögum eftir að handtökuskipun hafði verið gefin út og fljótlega kom upp grunur um að konan væri stödd á Akureyri þar sem hennar var leitað á gistiheimili. Hún fannst fljótlega og var færð til yfirheyrslu þar sem atvik skýrðust. Konan hefur áður komið við sögu lögreglu. Hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, hefur verið svipt sjálfræði og óljóst er hvort hún reynist sakhæf. Ellisif Tinna segir að grennslast verði fyrir um það í samstarfi við Ríkissaksóknara eftir helgi. Ekki sé alltaf borðleggjandi um sakhæfi fólks, jafnvel þó það hafi verið svipt sjálfræði. "Sprengjuhótun er alltaf alvarlegt mál. En núna, þegar staðan í heiminum er eins og raun ber vitni, þá er þetta enn alvarlegra en ella. Þeir sem fremja slíkt afbrot geta átt á hættu fangelsisvist allt að þremur áruml," segir Ellisif Tinna og þakkar Lögreglunni í Reykjavík, Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og Lögreglunni á Akureyri fyrir að hafa greitt fyrir úrlausn málsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Kona á miðjum aldri var í gær handtekin á Akureyri fyrir að hafa hringt inn sprengjuhótun á Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Málið leystist hratt og örugglega að sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur staðgengils sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, og telst nú upplýst og hefur konunni verið sleppt úr haldi. Konan hringdi úr farsíma sínum í 112 og sagði að sprengja væri í flugstöðinni. Þá var klukkan rúmlega 20 mínútur gengin í fimm. Sýslumannsembættið var strax látið vita og tíu mínútum síðar höfðu verið gerðar ráðstafanir í samræmi við fyrirliggjandi áætlanir. Voru lögregla, starfsmenn tollsins og öryggisdeild sýslumannsembættisins sett í að leita hver á sínu svæði. Einnig voru morgunvaktirnar kallaðar út fyrr. Leitin stóð í um þrjá stundarfjórðunga, en að þeim tíma liðnum hafði verið gengið úr skugga um að um gabb væri að ræða. Rannsókn var þegar hafin á málinu og komst lögreglan fljótlega á spor konunnar með því að rekja símtalið. Lögreglan hóf þegar leit að henni í nokkrum sveitarfélögum eftir að handtökuskipun hafði verið gefin út og fljótlega kom upp grunur um að konan væri stödd á Akureyri þar sem hennar var leitað á gistiheimili. Hún fannst fljótlega og var færð til yfirheyrslu þar sem atvik skýrðust. Konan hefur áður komið við sögu lögreglu. Hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, hefur verið svipt sjálfræði og óljóst er hvort hún reynist sakhæf. Ellisif Tinna segir að grennslast verði fyrir um það í samstarfi við Ríkissaksóknara eftir helgi. Ekki sé alltaf borðleggjandi um sakhæfi fólks, jafnvel þó það hafi verið svipt sjálfræði. "Sprengjuhótun er alltaf alvarlegt mál. En núna, þegar staðan í heiminum er eins og raun ber vitni, þá er þetta enn alvarlegra en ella. Þeir sem fremja slíkt afbrot geta átt á hættu fangelsisvist allt að þremur áruml," segir Ellisif Tinna og þakkar Lögreglunni í Reykjavík, Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra og Lögreglunni á Akureyri fyrir að hafa greitt fyrir úrlausn málsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira