Erlent

Tengdist ekki árásunum

Breska lögreglan hefur staðfest að maðurinn sem skotinn var á Stockwell lestarstöð í gær tengdist ekki hryðjuverkunum á fimmtudag. Í yfirlýsingu frá lögreglunni er atburðurinn harmaður og beðist afsökunar. Lögreglan réttlætir um leið atburðinn með því að benda á að maðurinn hafi komið úr húsi sem hún fylgdist með í tengslum við árásina og einnig hafi bæði klæðnaður hans og hegðun verið grunsamleg. Hann var með bakpoka og í þykkum vetrarfrakka og hlýddi ekki ítrekuðum skipunum um að stansa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×