Umferðarátak lögreglu borgar sig 22. júlí 2005 00:01 Að minnsta kosti fjórðungur þeirra 40 milljóna sem settar voru í umferðarátak lögreglunnar hefur skilað sér til baka í ríkiskassann í formi sektargreiðslna - og það á aðeins þremur vikum. Sérstakt umferðarátak ríkislögreglustjóra fór í gang þann 28. júní. Síðan þá hefur átta bílum verið bætt við eftirlit með hraðakstri á hverjum degi. Þeim er skipt á átta svæði: tvö frá Reyikjavík að Hvolsvelli til austurs og sex til viðbótar frá Reykjavík til Akureyrar. Nú þegar hafa sex hundruð og fjörutíu ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur af viðbótarmannskapnum á aðeins þrem vikum. Fyrstu vikuna voru 247 teknir, þá næstu voru 202 teknir af bílunum átta og í þriðju vikunni var gefin út hundrað níutíu og ein ákæra vegna hraðaksturs. Á það ber að líta að um er að ræða hreina viðbót við þá fjögur hundruð og fjörutíu ökumenn sem að meðaltali eru teknir af lögreglu vegna hraðaksturs allt árið um kring. Hraðaksturtilvikum hefur fækkað jafnt og þétt í hverri viku sem sýnir að átakið virðist þegar farið að hafa forvarnargildi að sögn Jóns Bjartmars yfirlögregluþjóns. En þó að markmiðið sé ekki að sekta sem flesta er ljóst að með sama áframhaldi verða þær fjörutíu milljónir sem fara í verkefnið til fyrsta október fljótar að skila sér til baka, svo ekki sé talað um fækkun slysa. Allir hafa verið teknir þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar á klukkustund. Lágmarks sektargreiðsla er tíu þúsund krónur og algengast er að sektirnar séu á bilinu tíu til þrjátíu þúsund og mest nema þær sjötíu þúsundum. Meðalupphæðin er ekki lægri en fimmtán þúsund og líkast til eitthvað hærri. Sé það margfaldað með fjölda ökumanna sem hafa verið teknir er útkoman 9,6 milljónir. Gróflega áætlað hafa því á bilinu tíu til fimmtán milljónir þegar komið til baka í ríkiskassann vegna átaksins og ljóst að sú upphæð verður orðin miklu hærri þegar átakinu lýkur í byrjun október. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Að minnsta kosti fjórðungur þeirra 40 milljóna sem settar voru í umferðarátak lögreglunnar hefur skilað sér til baka í ríkiskassann í formi sektargreiðslna - og það á aðeins þremur vikum. Sérstakt umferðarátak ríkislögreglustjóra fór í gang þann 28. júní. Síðan þá hefur átta bílum verið bætt við eftirlit með hraðakstri á hverjum degi. Þeim er skipt á átta svæði: tvö frá Reyikjavík að Hvolsvelli til austurs og sex til viðbótar frá Reykjavík til Akureyrar. Nú þegar hafa sex hundruð og fjörutíu ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur af viðbótarmannskapnum á aðeins þrem vikum. Fyrstu vikuna voru 247 teknir, þá næstu voru 202 teknir af bílunum átta og í þriðju vikunni var gefin út hundrað níutíu og ein ákæra vegna hraðaksturs. Á það ber að líta að um er að ræða hreina viðbót við þá fjögur hundruð og fjörutíu ökumenn sem að meðaltali eru teknir af lögreglu vegna hraðaksturs allt árið um kring. Hraðaksturtilvikum hefur fækkað jafnt og þétt í hverri viku sem sýnir að átakið virðist þegar farið að hafa forvarnargildi að sögn Jóns Bjartmars yfirlögregluþjóns. En þó að markmiðið sé ekki að sekta sem flesta er ljóst að með sama áframhaldi verða þær fjörutíu milljónir sem fara í verkefnið til fyrsta október fljótar að skila sér til baka, svo ekki sé talað um fækkun slysa. Allir hafa verið teknir þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar á klukkustund. Lágmarks sektargreiðsla er tíu þúsund krónur og algengast er að sektirnar séu á bilinu tíu til þrjátíu þúsund og mest nema þær sjötíu þúsundum. Meðalupphæðin er ekki lægri en fimmtán þúsund og líkast til eitthvað hærri. Sé það margfaldað með fjölda ökumanna sem hafa verið teknir er útkoman 9,6 milljónir. Gróflega áætlað hafa því á bilinu tíu til fimmtán milljónir þegar komið til baka í ríkiskassann vegna átaksins og ljóst að sú upphæð verður orðin miklu hærri þegar átakinu lýkur í byrjun október.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira