Umferðarátak lögreglu borgar sig 22. júlí 2005 00:01 Að minnsta kosti fjórðungur þeirra 40 milljóna sem settar voru í umferðarátak lögreglunnar hefur skilað sér til baka í ríkiskassann í formi sektargreiðslna - og það á aðeins þremur vikum. Sérstakt umferðarátak ríkislögreglustjóra fór í gang þann 28. júní. Síðan þá hefur átta bílum verið bætt við eftirlit með hraðakstri á hverjum degi. Þeim er skipt á átta svæði: tvö frá Reyikjavík að Hvolsvelli til austurs og sex til viðbótar frá Reykjavík til Akureyrar. Nú þegar hafa sex hundruð og fjörutíu ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur af viðbótarmannskapnum á aðeins þrem vikum. Fyrstu vikuna voru 247 teknir, þá næstu voru 202 teknir af bílunum átta og í þriðju vikunni var gefin út hundrað níutíu og ein ákæra vegna hraðaksturs. Á það ber að líta að um er að ræða hreina viðbót við þá fjögur hundruð og fjörutíu ökumenn sem að meðaltali eru teknir af lögreglu vegna hraðaksturs allt árið um kring. Hraðaksturtilvikum hefur fækkað jafnt og þétt í hverri viku sem sýnir að átakið virðist þegar farið að hafa forvarnargildi að sögn Jóns Bjartmars yfirlögregluþjóns. En þó að markmiðið sé ekki að sekta sem flesta er ljóst að með sama áframhaldi verða þær fjörutíu milljónir sem fara í verkefnið til fyrsta október fljótar að skila sér til baka, svo ekki sé talað um fækkun slysa. Allir hafa verið teknir þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar á klukkustund. Lágmarks sektargreiðsla er tíu þúsund krónur og algengast er að sektirnar séu á bilinu tíu til þrjátíu þúsund og mest nema þær sjötíu þúsundum. Meðalupphæðin er ekki lægri en fimmtán þúsund og líkast til eitthvað hærri. Sé það margfaldað með fjölda ökumanna sem hafa verið teknir er útkoman 9,6 milljónir. Gróflega áætlað hafa því á bilinu tíu til fimmtán milljónir þegar komið til baka í ríkiskassann vegna átaksins og ljóst að sú upphæð verður orðin miklu hærri þegar átakinu lýkur í byrjun október. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Að minnsta kosti fjórðungur þeirra 40 milljóna sem settar voru í umferðarátak lögreglunnar hefur skilað sér til baka í ríkiskassann í formi sektargreiðslna - og það á aðeins þremur vikum. Sérstakt umferðarátak ríkislögreglustjóra fór í gang þann 28. júní. Síðan þá hefur átta bílum verið bætt við eftirlit með hraðakstri á hverjum degi. Þeim er skipt á átta svæði: tvö frá Reyikjavík að Hvolsvelli til austurs og sex til viðbótar frá Reykjavík til Akureyrar. Nú þegar hafa sex hundruð og fjörutíu ökumenn verið teknir fyrir of hraðan akstur af viðbótarmannskapnum á aðeins þrem vikum. Fyrstu vikuna voru 247 teknir, þá næstu voru 202 teknir af bílunum átta og í þriðju vikunni var gefin út hundrað níutíu og ein ákæra vegna hraðaksturs. Á það ber að líta að um er að ræða hreina viðbót við þá fjögur hundruð og fjörutíu ökumenn sem að meðaltali eru teknir af lögreglu vegna hraðaksturs allt árið um kring. Hraðaksturtilvikum hefur fækkað jafnt og þétt í hverri viku sem sýnir að átakið virðist þegar farið að hafa forvarnargildi að sögn Jóns Bjartmars yfirlögregluþjóns. En þó að markmiðið sé ekki að sekta sem flesta er ljóst að með sama áframhaldi verða þær fjörutíu milljónir sem fara í verkefnið til fyrsta október fljótar að skila sér til baka, svo ekki sé talað um fækkun slysa. Allir hafa verið teknir þar sem hámarkshraðinn er níutíu kílómetrar á klukkustund. Lágmarks sektargreiðsla er tíu þúsund krónur og algengast er að sektirnar séu á bilinu tíu til þrjátíu þúsund og mest nema þær sjötíu þúsundum. Meðalupphæðin er ekki lægri en fimmtán þúsund og líkast til eitthvað hærri. Sé það margfaldað með fjölda ökumanna sem hafa verið teknir er útkoman 9,6 milljónir. Gróflega áætlað hafa því á bilinu tíu til fimmtán milljónir þegar komið til baka í ríkiskassann vegna átaksins og ljóst að sú upphæð verður orðin miklu hærri þegar átakinu lýkur í byrjun október.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira