Var myrtur við komuna frá BNA 13. júlí 2005 00:01 "Þetta er allt svo hræðilegt að maður er enn þá í algjöru sjokki," segir Katla Þorkelsdóttir, systir mannsins sem fannst myrtur í Suður-Afríku síðasta sunnudag. Hann hét Gísli Þorkelsson og var 54 ára gamall. Gísli var ókvæntur en lætur eftir sig 29 ára gamlan son búsettan á Íslandi. Gísli hafði búið í Suður-Afríku í 10 ár og var þar með eigin atvinnurekstur. "Ég hef verið mjög náin Gísla, sem er litli bróðir minn og við höfum alltaf haldið sambandi," segir Katla, sem er næst Gísla í aldri af fjórum systkinum. Hún segir að áður en Gísli var myrtur hafi hann verið í heimsókn hjá henni í Bandaríkjunum þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. "Hann fór heim 24. maí og lítur út fyrir að hann hafi verið myrtur sama dag og hann kom aftur til Suður-Afríku," segir hún. Gísli notaði tækifærið og bauð syni sínum út til Bandaríkjanna á sama tíma og hann heimsótti systur sína. "Þeir áttu hér saman innilegan tíma," sagði hún og kvað þá feðga hafa verið í góðu sambandi þótt langt væri á milli. "Maður verður bara að þakka fyrir þennan tíma sem þeir fengu saman." Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Suður-Afríku hafði Gísli nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og parið sem grunað er um að hafa myrt hann reyndi að komast yfir peningana sem hann fékk fyrir íbúðina. Katla segist hafa heyrt af þessu og áréttaði að í því fælist engin vísbending um að Gísli hafi verið á förum frá landinu eða eitthvað slíkt. " Ég veit að hann var nýlega búinn að selja raðhús og ekki farinn að festa kaup á öðru húsi. Þess vegna var hann með allan þennan pening í banka. Hann starfaði við að kaupa íbúðir, gera þær upp og selja svo aftur, þannig að hann var ekki á förum. Hann fékk bara gott verð fyrir húsið og seldi það." Katla segir að lík Gísla verði flutt heim til Íslands til greftrunar jafnskjótt og lögregla í Suður-Afríku heimilar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
"Þetta er allt svo hræðilegt að maður er enn þá í algjöru sjokki," segir Katla Þorkelsdóttir, systir mannsins sem fannst myrtur í Suður-Afríku síðasta sunnudag. Hann hét Gísli Þorkelsson og var 54 ára gamall. Gísli var ókvæntur en lætur eftir sig 29 ára gamlan son búsettan á Íslandi. Gísli hafði búið í Suður-Afríku í 10 ár og var þar með eigin atvinnurekstur. "Ég hef verið mjög náin Gísla, sem er litli bróðir minn og við höfum alltaf haldið sambandi," segir Katla, sem er næst Gísla í aldri af fjórum systkinum. Hún segir að áður en Gísli var myrtur hafi hann verið í heimsókn hjá henni í Bandaríkjunum þar sem hún býr ásamt fjölskyldu sinni. "Hann fór heim 24. maí og lítur út fyrir að hann hafi verið myrtur sama dag og hann kom aftur til Suður-Afríku," segir hún. Gísli notaði tækifærið og bauð syni sínum út til Bandaríkjanna á sama tíma og hann heimsótti systur sína. "Þeir áttu hér saman innilegan tíma," sagði hún og kvað þá feðga hafa verið í góðu sambandi þótt langt væri á milli. "Maður verður bara að þakka fyrir þennan tíma sem þeir fengu saman." Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Suður-Afríku hafði Gísli nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og parið sem grunað er um að hafa myrt hann reyndi að komast yfir peningana sem hann fékk fyrir íbúðina. Katla segist hafa heyrt af þessu og áréttaði að í því fælist engin vísbending um að Gísli hafi verið á förum frá landinu eða eitthvað slíkt. " Ég veit að hann var nýlega búinn að selja raðhús og ekki farinn að festa kaup á öðru húsi. Þess vegna var hann með allan þennan pening í banka. Hann starfaði við að kaupa íbúðir, gera þær upp og selja svo aftur, þannig að hann var ekki á förum. Hann fékk bara gott verð fyrir húsið og seldi það." Katla segir að lík Gísla verði flutt heim til Íslands til greftrunar jafnskjótt og lögregla í Suður-Afríku heimilar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira