Grunur um morð á Íslendingi 12. júlí 2005 00:01 Grunur leikur á að Íslendingur hafi verið myrtur í Suður-Afríku og líki hans komið fyrir í tunnu fullri af steypu. Tvennt er í haldi lögreglunnar vegna málsins. Líkið fannst í fyrradag. Leigjandi manns hafði beðið húseigandann að geyma fyrir sig tunnu sem full var af steypu en hann sagðist vera að gera tilraunir með mismunandi steyputegundir. Þegar húseigandinn þurfti að færa tunnuna til opnaði hann hana og sá þá fætur standa upp úr steypunni. Talið er að líkið sé af Íslendingi. Wendermerwe, varðstjóri í lögreglunni í Boksburg, segir það stafa af því að fólkið sem var með manninum þegar hann dó mun hafa sagt að hann væri erlendur, kannski frá Íslandi. Að sögn Wendermerwes á eftir að bera kennsl á líkið, sem er af karlmanni um fertugt, og gæti það tekið nokkurn tíma. Krufningin verður á fimmtudag en á þessari stundu er ekki vitað hver dánarosökin var. Tvennt er í haldi lögreglunnar, 28 ára karlmaður og 43 ára kona. Þau segja að hinn látni hafi verið útlendingur og líklega frá Íslandi. Wendermerwe getur ekki svarað því hvort þetta fólk sé á sakaskrá því verið sé að bíða eftir niðurstöðum fingrafararannsóknar. Utanríkisráðuneytið bað þegar í stað sendiherra Íslands í Mósambík að setja aðalræðismann Íslands í Jóhannesarborg í málið og er beðið frekari tíðinda. Einnig hefur ríkislögreglustjórinn sent fyrirspurn í gegnum Interpol. Samkvæmt suðurafrískum fréttamiðlum er talið að um Íslending sé að ræða sem búið hafi í Suður-Afríku í áratug og síðast hafi sést til hans fyrir fimm vikum. Vinir hans hafi ekki óttast um hann því þeir hafi talið að hann væri á ferðalagi. Ef tilgátur lögreglu eru réttar er líklegt að tilefni morðsins hafi verið rán því maðurinn hafi nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og því verið með mikið fé á sér. Þá hefur lögreglan upplýsingar um að tvímenningarnir sem eru í haldi hennar hafi boðist til að aka manninum út á flugvöll. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Grunur leikur á að Íslendingur hafi verið myrtur í Suður-Afríku og líki hans komið fyrir í tunnu fullri af steypu. Tvennt er í haldi lögreglunnar vegna málsins. Líkið fannst í fyrradag. Leigjandi manns hafði beðið húseigandann að geyma fyrir sig tunnu sem full var af steypu en hann sagðist vera að gera tilraunir með mismunandi steyputegundir. Þegar húseigandinn þurfti að færa tunnuna til opnaði hann hana og sá þá fætur standa upp úr steypunni. Talið er að líkið sé af Íslendingi. Wendermerwe, varðstjóri í lögreglunni í Boksburg, segir það stafa af því að fólkið sem var með manninum þegar hann dó mun hafa sagt að hann væri erlendur, kannski frá Íslandi. Að sögn Wendermerwes á eftir að bera kennsl á líkið, sem er af karlmanni um fertugt, og gæti það tekið nokkurn tíma. Krufningin verður á fimmtudag en á þessari stundu er ekki vitað hver dánarosökin var. Tvennt er í haldi lögreglunnar, 28 ára karlmaður og 43 ára kona. Þau segja að hinn látni hafi verið útlendingur og líklega frá Íslandi. Wendermerwe getur ekki svarað því hvort þetta fólk sé á sakaskrá því verið sé að bíða eftir niðurstöðum fingrafararannsóknar. Utanríkisráðuneytið bað þegar í stað sendiherra Íslands í Mósambík að setja aðalræðismann Íslands í Jóhannesarborg í málið og er beðið frekari tíðinda. Einnig hefur ríkislögreglustjórinn sent fyrirspurn í gegnum Interpol. Samkvæmt suðurafrískum fréttamiðlum er talið að um Íslending sé að ræða sem búið hafi í Suður-Afríku í áratug og síðast hafi sést til hans fyrir fimm vikum. Vinir hans hafi ekki óttast um hann því þeir hafi talið að hann væri á ferðalagi. Ef tilgátur lögreglu eru réttar er líklegt að tilefni morðsins hafi verið rán því maðurinn hafi nýverið selt íbúð í Jóhannesarborg og því verið með mikið fé á sér. Þá hefur lögreglan upplýsingar um að tvímenningarnir sem eru í haldi hennar hafi boðist til að aka manninum út á flugvöll.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira