Innlent

Endurbætur á kostnað flokksins

Endurbætur á húsi Framsóknarflokksins, sem áður var í eigu Kers, voru að fullu á kostnað flokksins sjálfs, segir í tilkynningu frá Framsóknarflokknum. Tilkynningin er svar við fyrirspurn Helga Hjörvars, alþingismanns sem barst fjárlaganefnd Alþingis. Á heimasíðu Helga Hjörvars segir hann að Ker, áður Olíufélagið hf., hafi afsalað sér húseign sinni að Hverfisgötu 33 til Framsóknarflokksins hinn 19. desember 2002. Í mánuðinum á undan var samþykkt að ganga til viðræðna við S-hópinn, um sölu á Búnaðarbankanum undir forystu Kers hf. og gengið frá rammasamkomulagi við sömu aðila og í mánuðinum á eftir er gengið var frá endanlegum kaupsamningi. Í svari Framsóknarflokksins kemur fram að Framsóknarflokkurinn hafi gert samkomulag um kaup á húseigninni að Hverfisgötu 33 í september síðastliðnum þar sem kveðið var á um að seljandi, Olíufélagið hf. tæki að sér að annast ákveðnar endurbætur á eigninni áður en til afhendingar kæmi. Þessar endurbætur hafi þó alfarið verið á kostnað Framsóknarflokksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×