Innlent

S-hópurinn tengdist Halldóri

Efasemdir um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum hlutu að vakna um leið og S-hópurinn svokallaði skilaði inn tilkynningu um áhuga á kaupum á hlut í bankanum. Þetta kemur fram í álitsgerð sem tveir hæstaréttarlögmenn hafa unnið að beiðni stjórnarandstöðunnar vegna hæfis forsætisráðherra við söluna á Búnaðarbankanum árið 2003. Í álitsgerðinni er minnisblað Ríkisendurskoðunar, sem afhent var formanni fjárlaganefndar 13. júní síðastliðinn, gagnrýnt mjög. Í álitsgerðinni kemur fram að vegna tengsla forsætisráðherra við þá einstaklinga sem voru í forsvari fyrir S-hópinn hafi verið ljóst að efasemdir um hæfi hans hljóti að hafa vaknað strax í upphafi þegar S-hópurinn ásældist bankann. Forsætisráðherra hefur meðal annars bent á að hann var í veikindaleyfi þegar ákvörðun var tekin um sölu Búnaðarbankans og því hafi hann ekki verið vanhæfur. Í álitsgerðinni segir hins vegar að veikindaleyfi Halldórs hafi enga afgerandi þýðingu haft við meðferð málsins.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×