Býr sig undir herskáar aðgerðir 15. júní 2005 00:01 Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Mótmælendurnir þrír skvettu vökva, sem lögregla telur blöndu af skyri, mjólk og grænum matarlit, yfir ráðstefnugesti. Þau ollu milljónatjóni þegar þau hæfðu innréttingar og tölvubúnað að sögn hótelstjóra. Um er að ræða fólk sem nýlega skipulagði eins konar námskeið í borgaralegri óhlýðni og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2; Ólaf Pál Sigurðsson, Örnu Ösp Magnúsardóttur og breska atvinnumótmælandann Paul Gill. Þau gistu fangageymslur lögreglu í nótt. Arna og Ólafur voru látin laus fyrir hádegi en Paul verður haldið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Ástæða þótti til að rannskaka þátt hans sérstaklega. Öll þrjú eiga yfir höfði sér kæru vegna eignaspjalla en viðurlög við slíku geta numið sekt eða tveggja ára fangelsi. Andstaða við virkjunarframkvæmdir er engin nýlunda en atburðir gærdagsins benda til þess að einhverjir mótmælendur séu að taka upp harkalegri aðgerðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Blásið hefur verið til mótmæla við Kárahnjúkavirkjun í sumar og má lesa sér til um þau á vefsíðunni Saving Iceland, sem hét reyndar áður Killing Iceland. Mótmælendum er stefnt að virkjanasvæðinu í næstu viku og þar á að mótmæla svo lengi sem veður leyfir, jafnvel fram á haust. Ráðstefnugestirnir sem urðu fyrir græna gumsinu í gær voru leiddir um Kárahnjúkavirkjun í dag undir leiðsögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar. Í samtali við frétastofu Stöðvar 2 sagði Sigurður að Landsvirkjun hefði árangurslaust reynt að ná sambandi við þá sem standa fyrir aðgerðunum í næstu viku. Brýnt sé að koma því á framfæri að svæðið geti reynst gríðarlega hættulegt og af öryggisástæðum sé hluti þess lokaður almenningi. Þeir hafi ekkert á móti því að fólk veki athygli á skoðunum sínum á friðsaman hátt en uppákoman á Nordica-hóteli viti ekki á gott. Öflug öryggisgæsla verði viðhöfð og lögregla verði hiklaust kölluð til reyni mótmælendur að komast inn á lokuð svæði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
Landsvirkjun býr sig undir herskáar mótmælaaðgerðir við Kárahnjúka í næstu viku eftir uppákomuna á Nordica-hóteli í gær. Þremenningarnir sem ruddust inn á álráðstefnu á hótelinu og slettu grænu gumsi gætu átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Mótmælendurnir þrír skvettu vökva, sem lögregla telur blöndu af skyri, mjólk og grænum matarlit, yfir ráðstefnugesti. Þau ollu milljónatjóni þegar þau hæfðu innréttingar og tölvubúnað að sögn hótelstjóra. Um er að ræða fólk sem nýlega skipulagði eins konar námskeið í borgaralegri óhlýðni og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2; Ólaf Pál Sigurðsson, Örnu Ösp Magnúsardóttur og breska atvinnumótmælandann Paul Gill. Þau gistu fangageymslur lögreglu í nótt. Arna og Ólafur voru látin laus fyrir hádegi en Paul verður haldið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni fram á mánudag. Ástæða þótti til að rannskaka þátt hans sérstaklega. Öll þrjú eiga yfir höfði sér kæru vegna eignaspjalla en viðurlög við slíku geta numið sekt eða tveggja ára fangelsi. Andstaða við virkjunarframkvæmdir er engin nýlunda en atburðir gærdagsins benda til þess að einhverjir mótmælendur séu að taka upp harkalegri aðgerðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Blásið hefur verið til mótmæla við Kárahnjúkavirkjun í sumar og má lesa sér til um þau á vefsíðunni Saving Iceland, sem hét reyndar áður Killing Iceland. Mótmælendum er stefnt að virkjanasvæðinu í næstu viku og þar á að mótmæla svo lengi sem veður leyfir, jafnvel fram á haust. Ráðstefnugestirnir sem urðu fyrir græna gumsinu í gær voru leiddir um Kárahnjúkavirkjun í dag undir leiðsögn Sigurðar Arnalds, talsmanns Landsvirkjunar. Í samtali við frétastofu Stöðvar 2 sagði Sigurður að Landsvirkjun hefði árangurslaust reynt að ná sambandi við þá sem standa fyrir aðgerðunum í næstu viku. Brýnt sé að koma því á framfæri að svæðið geti reynst gríðarlega hættulegt og af öryggisástæðum sé hluti þess lokaður almenningi. Þeir hafi ekkert á móti því að fólk veki athygli á skoðunum sínum á friðsaman hátt en uppákoman á Nordica-hóteli viti ekki á gott. Öflug öryggisgæsla verði viðhöfð og lögregla verði hiklaust kölluð til reyni mótmælendur að komast inn á lokuð svæði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira