Ekki Halldórs að leiðrétta? 14. júní 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra taldi það ekki sitt hlutverk að leiðrétta rangar upplýsingar sem einkavæðingarnefnd fékk. Þessar röngu upplýsingar gerðu það að verkum að hvergi kom fram í gögnum nefndarinnar að möguleiki væri á hagsmunaárekstri ríkis og ráðherra. Í úttekt ríkisendurskoðanda á hæfi Halldórs til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum kemur margoft fram að ástæðan fyrir því að engar spurningar hafi vaknað um hæfi ráðherrans á sínum tíma er sú að í gögnum málsins lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að möguleiki væri á hagsmunaárekstri. Í upplýsingum S-hópsins til einkavæðingarnefndar sagði að Hesteyri ehf. væri að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga þegar hið rétta var að Skinney-Þinganes hafði keypt helminginn í Hesteyri í ágúst. En í ljósi þess að rangar upplýsingar voru sendar nefndinni, hefði ekki verið rétt hjá forsætisráðherra að leiðrétta þær og hafa þar með allt uppi á borðinu? Halldór svaraði því til á blaðamannafundinum í gær að hann leiðrétti ekki það sem „aðrir aðilar úti í bæ“ sendi frá sér. Þetta væri honum algjörlega óviðkomandi. Halldór benti einnig á að Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir S-hópinn á sínum tíma, hefði leiðrétt það samkvæmt blöðum gærdagsins. Kristinn sagði í Fréttablaðinu í gær að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefði gert mistök og notað gömul gögn þegar það setti saman sína úttekt fyrir einkavæðingarnefnd. Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, segir þetta rangt - hlutverk endurskoðunarfyrirtækisins hafi verið að meta fjárhagslegt bolmagn aðila S-hópsins til að kaupa bankann og þá sé miðað við endurskoðaða ársreikninga, ekki hvort eða hvernig eignarhald breytist á árinu. Halldór sagðist í gær ekki vita nokkurn skapaðan hlut um hversu mikill persónulegur hagnaður hans hefði verið af hækkunum hlutabréfa Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri um hundruð milljóna króna frá kaupunum í ágúst fram að áramótum, enda væri hlutur hans ekki söluvara heldur fjölskylduarfur. Í úttekt ríkisendurskoðanda er óbeinn hlutur Halldórs af þeim hlut sem S-hópurinn keypti í Búnaðarbankanum metinn á um þrjár og hálfa milljón króna og hlutur fjölskyldu hans um sextíu og sjö milljónir. Miðað við umfang viðskiptanna eru hagsmunir ráðherra þvi metnir óverulegir. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra taldi það ekki sitt hlutverk að leiðrétta rangar upplýsingar sem einkavæðingarnefnd fékk. Þessar röngu upplýsingar gerðu það að verkum að hvergi kom fram í gögnum nefndarinnar að möguleiki væri á hagsmunaárekstri ríkis og ráðherra. Í úttekt ríkisendurskoðanda á hæfi Halldórs til þess að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum kemur margoft fram að ástæðan fyrir því að engar spurningar hafi vaknað um hæfi ráðherrans á sínum tíma er sú að í gögnum málsins lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að möguleiki væri á hagsmunaárekstri. Í upplýsingum S-hópsins til einkavæðingarnefndar sagði að Hesteyri ehf. væri að fullu í eigu Kaupfélags Skagfirðinga þegar hið rétta var að Skinney-Þinganes hafði keypt helminginn í Hesteyri í ágúst. En í ljósi þess að rangar upplýsingar voru sendar nefndinni, hefði ekki verið rétt hjá forsætisráðherra að leiðrétta þær og hafa þar með allt uppi á borðinu? Halldór svaraði því til á blaðamannafundinum í gær að hann leiðrétti ekki það sem „aðrir aðilar úti í bæ“ sendi frá sér. Þetta væri honum algjörlega óviðkomandi. Halldór benti einnig á að Kristinn Hallgrímsson lögmaður, sem annaðist upplýsingagjöf fyrir S-hópinn á sínum tíma, hefði leiðrétt það samkvæmt blöðum gærdagsins. Kristinn sagði í Fréttablaðinu í gær að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hefði gert mistök og notað gömul gögn þegar það setti saman sína úttekt fyrir einkavæðingarnefnd. Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, segir þetta rangt - hlutverk endurskoðunarfyrirtækisins hafi verið að meta fjárhagslegt bolmagn aðila S-hópsins til að kaupa bankann og þá sé miðað við endurskoðaða ársreikninga, ekki hvort eða hvernig eignarhald breytist á árinu. Halldór sagðist í gær ekki vita nokkurn skapaðan hlut um hversu mikill persónulegur hagnaður hans hefði verið af hækkunum hlutabréfa Skinneyjar-Þinganess í Hesteyri um hundruð milljóna króna frá kaupunum í ágúst fram að áramótum, enda væri hlutur hans ekki söluvara heldur fjölskylduarfur. Í úttekt ríkisendurskoðanda er óbeinn hlutur Halldórs af þeim hlut sem S-hópurinn keypti í Búnaðarbankanum metinn á um þrjár og hálfa milljón króna og hlutur fjölskyldu hans um sextíu og sjö milljónir. Miðað við umfang viðskiptanna eru hagsmunir ráðherra þvi metnir óverulegir.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent