Innlent

Ræddi ekki átök og hótaði engu

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kveðst aldrei hafa hótað stjórnarslitum vegna deilna um eignarhald á Vátryggingafélagi Íslands. S-hópurinn svonefndi átti helminginn í VÍS á móti Landsbankanum en keypti hlut bankans í fyllingu tímans. S-hópurinn og VÍS urðu síðar annar af tveimur bjóðendum í hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. S-hópurinn svonefndi átti helminginn í VÍS á móti Landsbankanum en keypti hlut bankans í fyllingu tímans. S-hópurinn og VÍS urðu síðar annar af tveimur bjóðendum í hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Halldór kveðst aldrei hafa átt fund með Davíð Oddssyni utanríkisráðherra um VÍS átökin. "Ég minnist þess aldrei að við Davíð höfum talað um þetta mál." Halldór segir í viðtali við Fréttablaðið að Jóhannes Geir Sigurgeirsson hafi óskað eftir fundi með sér fyrir hönd Kaldbaks og S-hópsins um hugsanleg tilboð í hlut ríkisins í bönkunum. Sá fundur hafi aldrei verið haldinn en hann hafi rætt við fulltrúa fjárfestanna í síma. "Ég sagði þeim einfaldlega að þeir stjórnuðu sínum eigin málum og ef að þeir vildu verða vissari um að að báðir aðilar kæmust að málinu væri líklegasta leiðin til þess, að þeir stæðu sameiginlega að því og bæðu sameiginlega um samninga um málið. Þeir komu sér ekki saman og ég hafði ekkert um það að segja. Það var þeirra mál," segir Halldór.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×