Stýrðu sölu bankanna 27. maí 2005 00:01 Selja átti allan eftirstandandi hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum til almennings haustið 2002 og var framkvæmdanefnd um einkavæðingu langt komin með undirbúninginn. Samkvæmt vilja Davíðs Oddssonar átti að tryggja dreifða eignaraðild með því að hámarka kaup hvers og eins við þrjú til fjögur prósent. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í viðtölum við fjölda viðmælenda Fréttablaðsins við vinnslu á greinaflokki um einkavæðingu ríkisbankanna sem hefur göngu sína í dag. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson kipptu einkavæðingaferlinu úr höndunum á framkvæmdanefnd eftir að Björgólfur Guðmundsson hringdi í Davíð og lýsti vilja til að kaupa annan hvorn bankann. Davíð og Halldór fyrirskipuðu nefndinni að undirbúa sölu beggja bankanna, til eins fjárfestis hvorn banka. Átök voru milli Davíðs og Halldórs um sölu bankanna sem náði hámarki í baráttunni um yfirráðin í VÍS, og var stjórnarsamstarfið í uppnámi um tíma vegna hennar. Davíð og Halldór áttu beinan þátt í að stýra bönkunum í hendur "réttra" aðila. Samson fékk að kaupa Landsbankann vegna vilja Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að hafa verið með lægsta tilboðið í bankann, og S-hópurinn fékk að kaupa Búnaðarbankann og VÍS fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins. Öllum þeim sem komu að einkavæðingarferlinu, hvorum megin við borðið sem þeir sátu, var frá upphafi ljóst að ætlun ráðherranna væri sú að Samson fengi að kaupa Landsbankann. Ráðherrar Framsóknarflokksins, þau Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, gerðu ítarlegar tilraunir til þess að fá Kaldbak og S-hópinn til að sameinast um kaupin á Búnaðarbankanum. Halldór Ásgrímsson skipulagði símafund milli Kaldbaksmanna og fulltrúa S-hópsins í því skyni að reyna að koma á samvinnu þeirra á milli. Hann var sjálfur þátttakandi á fundinum. Fréttablaðið sendi fjölda beiðna til framkvæmdanefndar og viðskiptaráðuneytinu um upplýsingar um sölu bankanna og fékk synjun við þeim öllum. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Selja átti allan eftirstandandi hlut ríkisins í Landsbankanum og Búnaðarbankanum til almennings haustið 2002 og var framkvæmdanefnd um einkavæðingu langt komin með undirbúninginn. Samkvæmt vilja Davíðs Oddssonar átti að tryggja dreifða eignaraðild með því að hámarka kaup hvers og eins við þrjú til fjögur prósent. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í viðtölum við fjölda viðmælenda Fréttablaðsins við vinnslu á greinaflokki um einkavæðingu ríkisbankanna sem hefur göngu sína í dag. Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson kipptu einkavæðingaferlinu úr höndunum á framkvæmdanefnd eftir að Björgólfur Guðmundsson hringdi í Davíð og lýsti vilja til að kaupa annan hvorn bankann. Davíð og Halldór fyrirskipuðu nefndinni að undirbúa sölu beggja bankanna, til eins fjárfestis hvorn banka. Átök voru milli Davíðs og Halldórs um sölu bankanna sem náði hámarki í baráttunni um yfirráðin í VÍS, og var stjórnarsamstarfið í uppnámi um tíma vegna hennar. Davíð og Halldór áttu beinan þátt í að stýra bönkunum í hendur "réttra" aðila. Samson fékk að kaupa Landsbankann vegna vilja Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir að hafa verið með lægsta tilboðið í bankann, og S-hópurinn fékk að kaupa Búnaðarbankann og VÍS fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins. Öllum þeim sem komu að einkavæðingarferlinu, hvorum megin við borðið sem þeir sátu, var frá upphafi ljóst að ætlun ráðherranna væri sú að Samson fengi að kaupa Landsbankann. Ráðherrar Framsóknarflokksins, þau Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, gerðu ítarlegar tilraunir til þess að fá Kaldbak og S-hópinn til að sameinast um kaupin á Búnaðarbankanum. Halldór Ásgrímsson skipulagði símafund milli Kaldbaksmanna og fulltrúa S-hópsins í því skyni að reyna að koma á samvinnu þeirra á milli. Hann var sjálfur þátttakandi á fundinum. Fréttablaðið sendi fjölda beiðna til framkvæmdanefndar og viðskiptaráðuneytinu um upplýsingar um sölu bankanna og fékk synjun við þeim öllum.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira