Geymdi bæði meðul og kindabyssu 4. maí 2005 00:01 "Skrifborðið er sennilega smíðað um aldamótin 1900 og var búið til fyrir afa minn, Jón Einarsson, sem var hreppstjóri austur í Skaftártungu. Borðið mun hafa smíðað hagleikssmiður að nafni Sveinn Ólafsson en hann var afi Sveins Einarssonar, fyrrum Þjóðleikhússtjóra. Það er að öllum líkindum smíðað úr mahoníviði sem rekið hefur á Meðallandsfjörur en engin leið er að vita hvaðan slíkur viður hefur borist í hafi," segir Halla Valdimarsdóttir kennari um fágætan smíðisgrip sem er til mikillar prýði í stofu hennar. Halla segir borðið alltaf hafa fylgt fjölskyldu sinni. "Á tímabili þótti það ekkert flott og var bara komið í geymslu og við það að falla í gleymsku. Þá sá ég mér leik á borði og falaðist eftir því og æ síðan, eða í rúm þrjátíu ár, hefur það skipað heiðurssess á mínu heimili." Í skrifborðinu geymir hún sínar helstu uppáhaldsbækur en annars er það bara til prýði í stofunni. Það geymir þó sína leyndardóma. "Á borðinu eru tveir læstir skápar og mér sögðu fróðir menn að í öðrum hefðu verið geymd meðul enda er ennþá meðalalykt úr honum en kindabyssan var geymd hinum megin. Sá skápur er ennþá læstur því lykillinn týndist svo enginn veit hvað leynist þar inni. Og ágætt að halda því bara þannig." Borðið er sérstaklega fallegt og þótti tíðindum sæta á sínum tíma. "Einu sinni spurði gamall sveitungi mig um afdrif borðsins svo það hefur greinilega þótt merkisgripur." Hús og heimili Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
"Skrifborðið er sennilega smíðað um aldamótin 1900 og var búið til fyrir afa minn, Jón Einarsson, sem var hreppstjóri austur í Skaftártungu. Borðið mun hafa smíðað hagleikssmiður að nafni Sveinn Ólafsson en hann var afi Sveins Einarssonar, fyrrum Þjóðleikhússtjóra. Það er að öllum líkindum smíðað úr mahoníviði sem rekið hefur á Meðallandsfjörur en engin leið er að vita hvaðan slíkur viður hefur borist í hafi," segir Halla Valdimarsdóttir kennari um fágætan smíðisgrip sem er til mikillar prýði í stofu hennar. Halla segir borðið alltaf hafa fylgt fjölskyldu sinni. "Á tímabili þótti það ekkert flott og var bara komið í geymslu og við það að falla í gleymsku. Þá sá ég mér leik á borði og falaðist eftir því og æ síðan, eða í rúm þrjátíu ár, hefur það skipað heiðurssess á mínu heimili." Í skrifborðinu geymir hún sínar helstu uppáhaldsbækur en annars er það bara til prýði í stofunni. Það geymir þó sína leyndardóma. "Á borðinu eru tveir læstir skápar og mér sögðu fróðir menn að í öðrum hefðu verið geymd meðul enda er ennþá meðalalykt úr honum en kindabyssan var geymd hinum megin. Sá skápur er ennþá læstur því lykillinn týndist svo enginn veit hvað leynist þar inni. Og ágætt að halda því bara þannig." Borðið er sérstaklega fallegt og þótti tíðindum sæta á sínum tíma. "Einu sinni spurði gamall sveitungi mig um afdrif borðsins svo það hefur greinilega þótt merkisgripur."
Hús og heimili Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira