Dómar í Landssímamálinu mildaðir 28. apríl 2005 00:01 Hæstiréttur mildaði nokkuð dóma héraðsdóms yfir þeim Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ragnari Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni. Árni Þór og Kristján Ra. höfðu báðir fengið tveggja ára dóm í héraði en fá nú 15 og 18 mánaða fangelsisdóm, en til frádráttar kemur 11 daga gæsluvarðhaldsvist þeirra. Ragnar Orri fékk 8 mánaða dóm í héraði, en sá dómur var mildaður í 3 mánuði og til frádráttar kemur 7 daga gæsluvarðhaldsvist. Árni Þór og Kristján þurfa einnig að greiða hálfa milljón hvor í málsvarnarlaun og Ragnar Orri 350 þúsund. Árni Þór og Kristján Ragnar voru sakfelldir fyrir hylmingu með því að hafa veitt viðtöku frá Sveinbirni Kristjánssyni, fyrrum aðalféhirði Landssímans, tæplega 163,6 milljónum króna á árunum 1999 til 2001 og ráðstafað í eigin þágu, auk Alvöru lífsins og Skjás eins. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur fyrir hylmingu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, ákvað að una sínum dómi í héraði, en mál hans var skilið frá hinum. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir um 261 milljónar króna frádrátt í starfi sínu hjá Símanum. Árni, Kristján Ra. og Ragnar Orri kröfðust allir sýknu fyrir Hæstarétti, en til vara krafðist Árni Þór þess að héraðsdómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað og til þrautavara mildunar refsingar. Kristján Ra. Kristjánsson krafðist þess til vara að refsing hans yrði ákveðin sem fésekt og Ragnar Orri fór til vara fram á mildun refsingar. "Ákærði Árni Þór hefur ekki áður sætt refsingum svo að kunnugt sé og ákærði Kristján Ragnar ekki að því marki að máli skipti. Brot ákærðu varða hins vegar fjölmargar greiðslur, sem spanna yfir talsverðan tíma, og eru flestar að verulegri fjárhæð. Alls nema brot þeirra stórfelldri fjárhæð, sem ekki á sér hliðstæðu í öðrum dómsmálum. Þegar litið er til þess að ákærði Kristján hafði á hendi fjárvörslur þeirra að megin stofni og átti þannig ríkari þátt í verknaðinum verður nokkur munur gerður á refsingu þeirra," segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn kváðu upp Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar í lok júlí í fyrra, bæði fyrir ákærðu sem vildu áfrýja og ákæruvaldið sem vildi staðfestingu á héraðsdómi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Hæstiréttur mildaði nokkuð dóma héraðsdóms yfir þeim Árna Þór Vigfússyni, Kristjáni Ragnari Kristjánssyni og Ragnari Orra Benediktssyni. Árni Þór og Kristján Ra. höfðu báðir fengið tveggja ára dóm í héraði en fá nú 15 og 18 mánaða fangelsisdóm, en til frádráttar kemur 11 daga gæsluvarðhaldsvist þeirra. Ragnar Orri fékk 8 mánaða dóm í héraði, en sá dómur var mildaður í 3 mánuði og til frádráttar kemur 7 daga gæsluvarðhaldsvist. Árni Þór og Kristján þurfa einnig að greiða hálfa milljón hvor í málsvarnarlaun og Ragnar Orri 350 þúsund. Árni Þór og Kristján Ragnar voru sakfelldir fyrir hylmingu með því að hafa veitt viðtöku frá Sveinbirni Kristjánssyni, fyrrum aðalféhirði Landssímans, tæplega 163,6 milljónum króna á árunum 1999 til 2001 og ráðstafað í eigin þágu, auk Alvöru lífsins og Skjás eins. Ragnar Orri Benediktsson var dæmdur fyrir hylmingu. Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aðalféhirðir Landssímans, ákvað að una sínum dómi í héraði, en mál hans var skilið frá hinum. Hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir um 261 milljónar króna frádrátt í starfi sínu hjá Símanum. Árni, Kristján Ra. og Ragnar Orri kröfðust allir sýknu fyrir Hæstarétti, en til vara krafðist Árni Þór þess að héraðsdómur yrði ómerktur og málinu vísað heim í hérað og til þrautavara mildunar refsingar. Kristján Ra. Kristjánsson krafðist þess til vara að refsing hans yrði ákveðin sem fésekt og Ragnar Orri fór til vara fram á mildun refsingar. "Ákærði Árni Þór hefur ekki áður sætt refsingum svo að kunnugt sé og ákærði Kristján Ragnar ekki að því marki að máli skipti. Brot ákærðu varða hins vegar fjölmargar greiðslur, sem spanna yfir talsverðan tíma, og eru flestar að verulegri fjárhæð. Alls nema brot þeirra stórfelldri fjárhæð, sem ekki á sér hliðstæðu í öðrum dómsmálum. Þegar litið er til þess að ákærði Kristján hafði á hendi fjárvörslur þeirra að megin stofni og átti þannig ríkari þátt í verknaðinum verður nokkur munur gerður á refsingu þeirra," segir í dómi Hæstaréttar. Dóminn kváðu upp Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar í lok júlí í fyrra, bæði fyrir ákærðu sem vildu áfrýja og ákæruvaldið sem vildi staðfestingu á héraðsdómi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira