Staðfestir sekt en mildar refsingu 28. apríl 2005 00:01 Hæstiréttur mildaði í dag refsingu fyrrverandi forsvarsmanna Skjás eins fyrir að veita viðtöku og ráðstafa í eigin þágu yfir hundrað og sextíu milljónum af stolnu fé frá Landssímanum og hylma yfir glæpinn. Hæstiréttur telur algjörlega útilokað að þeir hafi ekki vitað að féð var illa fengið. Árni Þór Vigfússon, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás eins, og Kristján Ragnar Kristjánsson, fyrrverandi fjármálastjóri, voru hvor dæmdir til tveggja ára fangelsis í héraðsdómi fyrir Landssímamálið svokallaða. Bróðir Kristjáns, Sveinbjörn Kristjánsson, hlaut hins vegar fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að draga sér ríflega 260 milljónir króna í starfi sínu sem aðalgjaldkeri Landssímans. Hann játaði sekt og áfrýjaði dómnum ekki. Hundrað og sextíu milljónir króna runnu í fyrirtæki á vegum þeirra Árna og Kristjáns, til Alvöru lífsins og Íslenska sjónvarpsfélagsins, en einnig til þeirra eigin persónulegu nota. Vörn þeirra hefur byggt á því að þeir hafi talið sig hafa fengið lán hjá Landssímanum og ekki vitað að féð var illa fengið. Dómurinn tekur þá skýringu ekki trúanlega. Hæstarétti þótti hæfileg refsing 18 mánaða fangelsi fyrir Kristján og 15 mánaða fangelsi fyrir Árna Þór. Það er að segja, Hæstiréttur mildar dóminn yfir Kristjáni um hálft ár og Árna um níu mánuði. Kristján fær þyngri dóm í ljósi þess að fjárvörslur þeirra félaga og fyrirtækjanna voru á hans hendi að meginstofni. Hæstarétti þykir samt sem áður algjörlega útilokað að Árni Þór hafi ekki vitað að viðskipti Kristjáns við Sveinbjörn hafi verið þeim síðastnefnda óheimil. Engin sérstök rök eru færð fyrir því að dómurinn er mildaður. Ragnar Orri Benediktsson, viðskiptafélagi þeirra, hlaut átta mánaða fangelsisdóm í héraði fyrir peningaþvætti en Hæstiréttur mildaði dóm hans í þrjá mánuði. Þótti Hæstarétti ekki hægt að fullyrða að Ragnar Orri hafi haft skýra mynd af því sem fram fór og þannig brotið af sér af ásetningi. Fjárhæðirnar sem runnu um hendur hans frá Landssímanum og hið óeðlilega atferli Sveinbjörns hljóti hins vegar að hafa kveikt einhver ljós og því telst það gáleysi hjá honum að hafa tekið við fénu. Skaðabótakröfu Landssímans var vísað frá Héraðsdómi og var ekki til umfjöllunar í Hæstarétti. Talsmaður Landssímans sagði í samtali við fréttamann áður en dómur féll í dag að beðið yrði niðurstöðu dómsins með framhaldið. Ljóst þykir því að einkamál verði aldrei höfðað gegn Sveinbirni einum, heldur fjórmenningunum öllum. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Hæstiréttur mildaði í dag refsingu fyrrverandi forsvarsmanna Skjás eins fyrir að veita viðtöku og ráðstafa í eigin þágu yfir hundrað og sextíu milljónum af stolnu fé frá Landssímanum og hylma yfir glæpinn. Hæstiréttur telur algjörlega útilokað að þeir hafi ekki vitað að féð var illa fengið. Árni Þór Vigfússon, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Skjás eins, og Kristján Ragnar Kristjánsson, fyrrverandi fjármálastjóri, voru hvor dæmdir til tveggja ára fangelsis í héraðsdómi fyrir Landssímamálið svokallaða. Bróðir Kristjáns, Sveinbjörn Kristjánsson, hlaut hins vegar fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að draga sér ríflega 260 milljónir króna í starfi sínu sem aðalgjaldkeri Landssímans. Hann játaði sekt og áfrýjaði dómnum ekki. Hundrað og sextíu milljónir króna runnu í fyrirtæki á vegum þeirra Árna og Kristjáns, til Alvöru lífsins og Íslenska sjónvarpsfélagsins, en einnig til þeirra eigin persónulegu nota. Vörn þeirra hefur byggt á því að þeir hafi talið sig hafa fengið lán hjá Landssímanum og ekki vitað að féð var illa fengið. Dómurinn tekur þá skýringu ekki trúanlega. Hæstarétti þótti hæfileg refsing 18 mánaða fangelsi fyrir Kristján og 15 mánaða fangelsi fyrir Árna Þór. Það er að segja, Hæstiréttur mildar dóminn yfir Kristjáni um hálft ár og Árna um níu mánuði. Kristján fær þyngri dóm í ljósi þess að fjárvörslur þeirra félaga og fyrirtækjanna voru á hans hendi að meginstofni. Hæstarétti þykir samt sem áður algjörlega útilokað að Árni Þór hafi ekki vitað að viðskipti Kristjáns við Sveinbjörn hafi verið þeim síðastnefnda óheimil. Engin sérstök rök eru færð fyrir því að dómurinn er mildaður. Ragnar Orri Benediktsson, viðskiptafélagi þeirra, hlaut átta mánaða fangelsisdóm í héraði fyrir peningaþvætti en Hæstiréttur mildaði dóm hans í þrjá mánuði. Þótti Hæstarétti ekki hægt að fullyrða að Ragnar Orri hafi haft skýra mynd af því sem fram fór og þannig brotið af sér af ásetningi. Fjárhæðirnar sem runnu um hendur hans frá Landssímanum og hið óeðlilega atferli Sveinbjörns hljóti hins vegar að hafa kveikt einhver ljós og því telst það gáleysi hjá honum að hafa tekið við fénu. Skaðabótakröfu Landssímans var vísað frá Héraðsdómi og var ekki til umfjöllunar í Hæstarétti. Talsmaður Landssímans sagði í samtali við fréttamann áður en dómur féll í dag að beðið yrði niðurstöðu dómsins með framhaldið. Ljóst þykir því að einkamál verði aldrei höfðað gegn Sveinbirni einum, heldur fjórmenningunum öllum.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?