50 sjómönnum greiddar bætur? 13. apríl 2005 00:01 Ríkið gæti þurft að greiða rúmlega fimmtíu sjómönnum bætur eftir þá niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans um friðhelgi eignarréttarins, með því að hafa bætur af sjómanni með lagasetningu fyrir ellefu árum. Hópur fimm lögfræðinga úr áfrýjunarnefnd Mannréttindadómstólsins hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjun íslenska ríkisins á bótaþætti í dómi dómstólsins uppfylli ekki skilyrði til þess að áfrýjunarnefndin fjalli um málið. Þar með er dómurinn staðfestur sem endanlegur og bótaþátturinn líka. Forsaga málsins er að Kjartan Ásmundsson sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togara árið 1978 og hlaut örorku af. Fékk hann bætur úr Lífeyrissjóði sjómanna þar til sett voru lög árið 1994 sem afnámu þær. Höfðaði hann máli fyrir Héraðsdómi sem dæmdi ríkinu í hag og sama gerði Hæstiréttur eftir að hann áfrýjaði málinu þangað. Þá vísaði Kjartan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem féllst á að fjalla um málið og hefur nú loks komist að niðurstöðu, Kjartani í hag, þrátt fyrir varnir íslenska ríkisins. Lilja Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, sem rekið hefur málið fyrir Kjartan, segir að þau fagni þessari niðurstöðu og reyndar komi hún þeim ekki á óvart. Hún telur ekki ólíklegt að þessi niðurstaða geti orðið fordæmi að svipuðum málum rúmlega 50 sjómanna, og jafnvel fólks úr öðrum lífeyrissjóðum, en skoða verði hvert mál sérstaklega. Hún hafði ekki skoðun á því á þessari stundu hvort þetta þýddi að breyta yrði lögunum frá 1994 þar sem þau virtust brjóta í bága við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttastofan hefur ekki náð tali af neinum sérfræðingi á því sviði. Nafnvirði bótakröfunnar er ekki nema á áttundu milljón íslenskra króna en nú er verið að reikna út endanlega upphæð með öllum vöxtum þannig að upphæðin verður mun hærri. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Ríkið gæti þurft að greiða rúmlega fimmtíu sjómönnum bætur eftir þá niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmálans um friðhelgi eignarréttarins, með því að hafa bætur af sjómanni með lagasetningu fyrir ellefu árum. Hópur fimm lögfræðinga úr áfrýjunarnefnd Mannréttindadómstólsins hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að áfrýjun íslenska ríkisins á bótaþætti í dómi dómstólsins uppfylli ekki skilyrði til þess að áfrýjunarnefndin fjalli um málið. Þar með er dómurinn staðfestur sem endanlegur og bótaþátturinn líka. Forsaga málsins er að Kjartan Ásmundsson sjómaður slasaðist alvarlega um borð í togara árið 1978 og hlaut örorku af. Fékk hann bætur úr Lífeyrissjóði sjómanna þar til sett voru lög árið 1994 sem afnámu þær. Höfðaði hann máli fyrir Héraðsdómi sem dæmdi ríkinu í hag og sama gerði Hæstiréttur eftir að hann áfrýjaði málinu þangað. Þá vísaði Kjartan málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu sem féllst á að fjalla um málið og hefur nú loks komist að niðurstöðu, Kjartani í hag, þrátt fyrir varnir íslenska ríkisins. Lilja Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður, sem rekið hefur málið fyrir Kjartan, segir að þau fagni þessari niðurstöðu og reyndar komi hún þeim ekki á óvart. Hún telur ekki ólíklegt að þessi niðurstaða geti orðið fordæmi að svipuðum málum rúmlega 50 sjómanna, og jafnvel fólks úr öðrum lífeyrissjóðum, en skoða verði hvert mál sérstaklega. Hún hafði ekki skoðun á því á þessari stundu hvort þetta þýddi að breyta yrði lögunum frá 1994 þar sem þau virtust brjóta í bága við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttastofan hefur ekki náð tali af neinum sérfræðingi á því sviði. Nafnvirði bótakröfunnar er ekki nema á áttundu milljón íslenskra króna en nú er verið að reikna út endanlega upphæð með öllum vöxtum þannig að upphæðin verður mun hærri.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira