Innlent

6 mánuðir fyrir tvær líkamsárásir

Maður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna, fyrir tvær líkamsárásir. Maðurinn réðst á tvo menn í miðbæ Reykjavíkur í júlí árið 2003 og sló annan þeirra með flösku í höfuðið og réðst á hinn manninn með brotinni flösku og stakk hann í aftanverðan hálsinn með þeim afleiðingum að hann hlaut fjóra skurði. Í dóminum segir að atlaga mannsins að mönnunum tveimur hafi verið stórkostlega háskaleg þar sem verulegt líkamstjón hafi getað hlotist af. Maðurinn var dæmdur til að greiða öðrum manninum rúmlega 100 þúsund krónur í skaðabætur og hinum tæplega 150 þúsund krónur. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, 150 þúsund krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×