Innlent

10 mánaða fangelsi fyrir fjársvik

Karl og kona voru í Hæstarétti í gær dæmd í tíu mánaða fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals og fjárdrátt í viðskiptum með bíla en þau ráku bílasöluna Evrópu á árunum 2000 og 2001. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms yfir fólkinu þar sem konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi og karlinn í sex mánaða fangelsi, bæði skilorðsbundið. Voru þau bæði sakfelld fyrir brotin utan eitt þar sem konan var sýknuð af fjársvikum í einum ákærulið. Konan neitaði sakargiftum en karlinn játaði brot sín að mestu leyti. Fólkið var dæmt til að greiða samtals fimm milljónir króna í bætur.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×