Innlent

Mildaði kynferðisbrotadóm

Hæstiréttur mildaði í dag dóm yfir kynferðisbrotamanni vegna mótsagnakennds framburðar eins fórnarlamba hans. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi fyrir gróf og alvarleg kynferðisbrot gagnvart tveimur dætrum sínum og þriðju stúlkunni og dæmdur í þriggja ára fangelsi. Stúlkurnar voru 11-14 ára þegar brotin áttu sér stað. Dómurum Hæstaréttar þótti ekki sannað að maðurinn hafi gert tilraun til að hafa samfarir við þriðju stúlkuna eins og hann var dæmdur fyrir í héraði. Hæstaréttardómararnir kynntu sér myndbandsupptöku af skýrslum stúlknanna. Segir í hæstaréttardómnum að frásögn stúlkunnar á myndbandinu virðist hreinskiptin, en hafa verði í huga að hún hafi verið undir áfengisáhrifum, og frásögn hennar í annarra skýrslu sé mótsagnakennd og styðji illa aðra frásögn hennar. Maðurinn neitaði og því var hann sýknaður af þessum ákærulið og refsing hans milduð í tveggja og hálfs árs fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×