Menning

Námskeið í páskaskreytingum

Nú er kominn tími til að huga að páskunum og öllu sem þeim fylgir. Það er því tilvalið að skella sér á námskeið í páskaskreytingum sem Landbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir dagana 17.-21.mars. Leiðbeinandi er Júlíana Rannveig Einarsdóttir, blómaskreytir og námsbrautarstjóri á blómaskreytingabraut skólans. Útbúnar verða tvær til þrjár fallegar páskaskreytingar til að prýða heimilin yfir hátíðarnar. Námskeiðin eru þrjú og veðra haldin á Reykjum í Ölfusi, á Keldnaholti og á Hvanneyri. Nánari upplýsingar á www.lbhi.is.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×