Blóðstrimlar í opinn reikning 9. mars 2005 00:01 Tvö af þremur fyrirtækjum sem flytja inn blóðsykurmæla, blóðstrimla og hnífa fyrir sykursjúka, segja viðskipti sín mjög svipuð milli ára 2003 og 2004. Um er að ræða fyrirtækin Vistor og Lyru. Þriðja fyrirtækið sem flytur inn þessi hjálpartæki er Logaland. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna ofangreindra hjálpartækja, einkum þó blóðstrimla, jókst um allt að 50 milljónir á árinu 2004, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá TR kvaðst vita hvaða innflutningsfyrirtæki ætti hlut að máli varðandi þessa kostnaðaraukningu. Hann kvaðst ekki vilja gefa uppi nafn þess, þar sem um viðskiptahagsmuni væri að ræða. Eins og greint var frá greip heilbrigðisráðuneytið til þess ráðs að breyta reglugerð varðandi blóðstrimla og önnur hjálpartæki af þeim toga til að sporna við áframhaldandi "ofnotkun" eins og framkvæmdastjórinn hjá TR orðaði það. Um leið var endurgreiðsluupphæðin til sjúklinga lækkuð um 15 prósent. "Umsetningin hjá Lyru minnkaði ekkert á árinu 2004," sagði Höskuldur Höskuldsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Berghildur Magnúsdóttir, lífeindafræðingur og sölufulltrúi hjá Vistor, tók í sama streng og Höskuldur og sagði engan samdrátt í sölu hjá sínu fyrirtæki milli ára. Þau kváðust bæði velta fyrir sér spurningunni um hver hefði flutt inn allan þann viðbótarfjölda blóðstrimla sem hefði hleypt endurgreiðslukostnaði TR upp um 50 milljónir króna á tíu mánaða tímabili 2004, en stofnunin endurgreiðir 80 - 90 prósent af heildarkostnaði við strimlana. "Maður spyr sig hvert allir þessir blóðstrimlar hafi farið, því úr því að þessi tvö fyrirtæki halda sínu þá hlýtur að vera um hreina viðbót að ræða." sagði Höskuldur. "Áður en reglugerðinni var breytt var kerfið þannig að það var nánast opinn reikningur á TR hvað þessar endurgreiðslur varðaði." Spurð fullyrtu Höskuldur og Berglind að Lyra og Vistor hefðu hvorki gefið fólki mæla né blóðstrimla. Á spjallvef Samtaka sykursjúkra er hins vegar varpað fram spurningu frá manni sem spyr hvernig standi á því að ekkert hafi komið frá samtökunum um að "Logaland gefi freestile blóðsykurmæla og kostnaður við strimla og blóðhnífa er enginn fyrir sjúklinga hjá þeim." Ingibergur Erlingsson framkvæmdastjóri Logalands kvaðst ekki vilja svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Tvö af þremur fyrirtækjum sem flytja inn blóðsykurmæla, blóðstrimla og hnífa fyrir sykursjúka, segja viðskipti sín mjög svipuð milli ára 2003 og 2004. Um er að ræða fyrirtækin Vistor og Lyru. Þriðja fyrirtækið sem flytur inn þessi hjálpartæki er Logaland. Kostnaður Tryggingastofnunar vegna ofangreindra hjálpartækja, einkum þó blóðstrimla, jókst um allt að 50 milljónir á árinu 2004, eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu. Kristján Guðjónsson framkvæmdastjóri hjá TR kvaðst vita hvaða innflutningsfyrirtæki ætti hlut að máli varðandi þessa kostnaðaraukningu. Hann kvaðst ekki vilja gefa uppi nafn þess, þar sem um viðskiptahagsmuni væri að ræða. Eins og greint var frá greip heilbrigðisráðuneytið til þess ráðs að breyta reglugerð varðandi blóðstrimla og önnur hjálpartæki af þeim toga til að sporna við áframhaldandi "ofnotkun" eins og framkvæmdastjórinn hjá TR orðaði það. Um leið var endurgreiðsluupphæðin til sjúklinga lækkuð um 15 prósent. "Umsetningin hjá Lyru minnkaði ekkert á árinu 2004," sagði Höskuldur Höskuldsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Berghildur Magnúsdóttir, lífeindafræðingur og sölufulltrúi hjá Vistor, tók í sama streng og Höskuldur og sagði engan samdrátt í sölu hjá sínu fyrirtæki milli ára. Þau kváðust bæði velta fyrir sér spurningunni um hver hefði flutt inn allan þann viðbótarfjölda blóðstrimla sem hefði hleypt endurgreiðslukostnaði TR upp um 50 milljónir króna á tíu mánaða tímabili 2004, en stofnunin endurgreiðir 80 - 90 prósent af heildarkostnaði við strimlana. "Maður spyr sig hvert allir þessir blóðstrimlar hafi farið, því úr því að þessi tvö fyrirtæki halda sínu þá hlýtur að vera um hreina viðbót að ræða." sagði Höskuldur. "Áður en reglugerðinni var breytt var kerfið þannig að það var nánast opinn reikningur á TR hvað þessar endurgreiðslur varðaði." Spurð fullyrtu Höskuldur og Berglind að Lyra og Vistor hefðu hvorki gefið fólki mæla né blóðstrimla. Á spjallvef Samtaka sykursjúkra er hins vegar varpað fram spurningu frá manni sem spyr hvernig standi á því að ekkert hafi komið frá samtökunum um að "Logaland gefi freestile blóðsykurmæla og kostnaður við strimla og blóðhnífa er enginn fyrir sjúklinga hjá þeim." Ingibergur Erlingsson framkvæmdastjóri Logalands kvaðst ekki vilja svara spurningum Fréttablaðsins um þetta mál.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira