Skýr vilji Alþingis um flugvöllinn 7. mars 2005 00:01 Mjög erfitt er að ímynda sér að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með aðeins einni flugbraut. Þetta sagði samgönguráðherra í umræðum á Alþingi í dag en hann sagði þingið hafa sýnt skýran vilja til að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hóf umræðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og spurði Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra um hugmyndir um að loka norður-suður flugbraut vallarins. Hann svaraði því til að gæta yrði ítrasta öryggis og þá yrðu fleiri en ein flugbraut að vera til staðar. Samgönguráðherra sagði að Alþingi hefði fyrir fimm árum samþykkt endurnýjun flugbrauta Reykjavíkurflugvallar og afgreitt samgönguáætlun þar sem fjallað hefði verið um samgöngumiðstöð. Vilji þingsins hefði því verið afskaplega skýr að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Það kom greinilega fram í unmræðunni að málið er þverpólitískt og að í öllum flokkum eru bæði fygismenn og andstæðingar flugvallar í Vatnsmýri. Helgi Hjörvar Samfylkingunni talaði harðast gegn flugvellinum. Hann kvaðst, til sátta við landsbyggðina, leggja til að söluandvirði af landareignum ríkisins í Vatnsmýrinni, allt að tíu milljörðum króna, verið varið til að efla byggðarlögin á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Þingmenn þessara svæða gáfu hins vegar lítið fyrir boðið. Magnús Stefánsson Framsóknarflokki sagði grundvallaratriði að miðstöð innanlandssamganga verði í höfuðborginni. Kristján Möller Samfylkingunni hvatti til sátta á grundvelli minnisblaðs sem borgarstjóri og samgönguráðherra hefðu ritað undir en áberandi var að Suðurnesjamenn vildu gjarnan fá innanlandsflugið til sín, t.d. Hjálmar Árnason Framsóknarflokki. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, taldi hins vegar ekkert liggja á ákvörðun því öll tilskilin leyfi væru til staðar til reksturs flugvallarins til ársins 2016. „Eigum við ekki nú bara að draga andann rólega. Himin og jörð eru ekki að farast þessa dagana í þessum efnum,“ sagði Steingrímur. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Mjög erfitt er að ímynda sér að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með aðeins einni flugbraut. Þetta sagði samgönguráðherra í umræðum á Alþingi í dag en hann sagði þingið hafa sýnt skýran vilja til að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hóf umræðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og spurði Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra um hugmyndir um að loka norður-suður flugbraut vallarins. Hann svaraði því til að gæta yrði ítrasta öryggis og þá yrðu fleiri en ein flugbraut að vera til staðar. Samgönguráðherra sagði að Alþingi hefði fyrir fimm árum samþykkt endurnýjun flugbrauta Reykjavíkurflugvallar og afgreitt samgönguáætlun þar sem fjallað hefði verið um samgöngumiðstöð. Vilji þingsins hefði því verið afskaplega skýr að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Það kom greinilega fram í unmræðunni að málið er þverpólitískt og að í öllum flokkum eru bæði fygismenn og andstæðingar flugvallar í Vatnsmýri. Helgi Hjörvar Samfylkingunni talaði harðast gegn flugvellinum. Hann kvaðst, til sátta við landsbyggðina, leggja til að söluandvirði af landareignum ríkisins í Vatnsmýrinni, allt að tíu milljörðum króna, verið varið til að efla byggðarlögin á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Þingmenn þessara svæða gáfu hins vegar lítið fyrir boðið. Magnús Stefánsson Framsóknarflokki sagði grundvallaratriði að miðstöð innanlandssamganga verði í höfuðborginni. Kristján Möller Samfylkingunni hvatti til sátta á grundvelli minnisblaðs sem borgarstjóri og samgönguráðherra hefðu ritað undir en áberandi var að Suðurnesjamenn vildu gjarnan fá innanlandsflugið til sín, t.d. Hjálmar Árnason Framsóknarflokki. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, taldi hins vegar ekkert liggja á ákvörðun því öll tilskilin leyfi væru til staðar til reksturs flugvallarins til ársins 2016. „Eigum við ekki nú bara að draga andann rólega. Himin og jörð eru ekki að farast þessa dagana í þessum efnum,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira