Skýr vilji Alþingis um flugvöllinn 7. mars 2005 00:01 Mjög erfitt er að ímynda sér að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með aðeins einni flugbraut. Þetta sagði samgönguráðherra í umræðum á Alþingi í dag en hann sagði þingið hafa sýnt skýran vilja til að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hóf umræðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og spurði Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra um hugmyndir um að loka norður-suður flugbraut vallarins. Hann svaraði því til að gæta yrði ítrasta öryggis og þá yrðu fleiri en ein flugbraut að vera til staðar. Samgönguráðherra sagði að Alþingi hefði fyrir fimm árum samþykkt endurnýjun flugbrauta Reykjavíkurflugvallar og afgreitt samgönguáætlun þar sem fjallað hefði verið um samgöngumiðstöð. Vilji þingsins hefði því verið afskaplega skýr að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Það kom greinilega fram í unmræðunni að málið er þverpólitískt og að í öllum flokkum eru bæði fygismenn og andstæðingar flugvallar í Vatnsmýri. Helgi Hjörvar Samfylkingunni talaði harðast gegn flugvellinum. Hann kvaðst, til sátta við landsbyggðina, leggja til að söluandvirði af landareignum ríkisins í Vatnsmýrinni, allt að tíu milljörðum króna, verið varið til að efla byggðarlögin á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Þingmenn þessara svæða gáfu hins vegar lítið fyrir boðið. Magnús Stefánsson Framsóknarflokki sagði grundvallaratriði að miðstöð innanlandssamganga verði í höfuðborginni. Kristján Möller Samfylkingunni hvatti til sátta á grundvelli minnisblaðs sem borgarstjóri og samgönguráðherra hefðu ritað undir en áberandi var að Suðurnesjamenn vildu gjarnan fá innanlandsflugið til sín, t.d. Hjálmar Árnason Framsóknarflokki. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, taldi hins vegar ekkert liggja á ákvörðun því öll tilskilin leyfi væru til staðar til reksturs flugvallarins til ársins 2016. „Eigum við ekki nú bara að draga andann rólega. Himin og jörð eru ekki að farast þessa dagana í þessum efnum,“ sagði Steingrímur. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Mjög erfitt er að ímynda sér að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með aðeins einni flugbraut. Þetta sagði samgönguráðherra í umræðum á Alþingi í dag en hann sagði þingið hafa sýnt skýran vilja til að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hóf umræðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og spurði Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra um hugmyndir um að loka norður-suður flugbraut vallarins. Hann svaraði því til að gæta yrði ítrasta öryggis og þá yrðu fleiri en ein flugbraut að vera til staðar. Samgönguráðherra sagði að Alþingi hefði fyrir fimm árum samþykkt endurnýjun flugbrauta Reykjavíkurflugvallar og afgreitt samgönguáætlun þar sem fjallað hefði verið um samgöngumiðstöð. Vilji þingsins hefði því verið afskaplega skýr að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík. Það kom greinilega fram í unmræðunni að málið er þverpólitískt og að í öllum flokkum eru bæði fygismenn og andstæðingar flugvallar í Vatnsmýri. Helgi Hjörvar Samfylkingunni talaði harðast gegn flugvellinum. Hann kvaðst, til sátta við landsbyggðina, leggja til að söluandvirði af landareignum ríkisins í Vatnsmýrinni, allt að tíu milljörðum króna, verið varið til að efla byggðarlögin á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum og Vestmannaeyjum. Þingmenn þessara svæða gáfu hins vegar lítið fyrir boðið. Magnús Stefánsson Framsóknarflokki sagði grundvallaratriði að miðstöð innanlandssamganga verði í höfuðborginni. Kristján Möller Samfylkingunni hvatti til sátta á grundvelli minnisblaðs sem borgarstjóri og samgönguráðherra hefðu ritað undir en áberandi var að Suðurnesjamenn vildu gjarnan fá innanlandsflugið til sín, t.d. Hjálmar Árnason Framsóknarflokki. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, taldi hins vegar ekkert liggja á ákvörðun því öll tilskilin leyfi væru til staðar til reksturs flugvallarins til ársins 2016. „Eigum við ekki nú bara að draga andann rólega. Himin og jörð eru ekki að farast þessa dagana í þessum efnum,“ sagði Steingrímur.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira