Innlent

2 1/2 ár fyrir kynferðisbrot

Maður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í fjölmörg skipti haft samræði við dóttur sambýliskonu sinnar á árunum 1993 til 1999. Stúlkan er fædd árið 1981.Hann er aðeins fundinn sekur um brot sem urðu eftir að stúlkan var fjórtán ára gömul, eða árið 1995. Upphaflega neitaði maðurinn allri sök en síðar viðurkenndi hann að hafa átt samræði við stúlkuna eftir að hún varð sautján ára, gegn greiðslu, og segir það hafa verið af hennar frumkvæði. Dómurinn segir manninn eiga sér engar málsbætur. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot hans voru ítrekuð og alvarleg. Eins segir að maðurinn hafi gróflega misnotað aðstöðu sína og trúnaðartraust stúlkunnar en hún var ung að aldri og í umsjá á heimili þeirra. Þótti framburður stúlkunnar trúverðugur og án reiði eða haturs í garð mannsins sem hún segir hafa um margt reynst sér vel, þegar frá eru taldar þær misgjörðir sem hann hefur gerst sekur um.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×