Hafa gert samkomulag um flugvöll 4. mars 2005 00:01 Fréttastofan hefur undir höndum samkomulag um Reykjavíkurflugvöll sem var staðfest fyrir þremur vikum með undirskrift samgönguráðherra og borgarstjóra. Samkvæmt því verður minnstu flugbrautinni lokað þegar á þessu ári og ráðist í úttekt á því hversu lítið rými megi komast af með undir innanlandsflug í Vatnsmýrinni. Samgönguráðherra kynnti ríkisstjórninni í morgun skýrslu um samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli. Þar eru birtar myndir sem sýna hvernig hún gæti litið út en henni er ætlað að þjóna bæði flugumferð og rútubílaumferð. Ráðherra segir að þó að ríki og borg séu sammála um að reisa miðstöðina felist ekki í því ákvörðun um framtíð flugvallarins. Verið sé að reisa samgöngumiðstöð sem muni nýtast fyrir samgöngutæki, þar með talið flugið svo lengi sem þörf sé á. Aðspurður hvort samgöngumiðstöðin festi ekki flugvöllinn í sessi segir Sturla að það geti vel verið að það gerist en það verði þá væntanlega í fullkominni sátt við borgaryfirvöld. En hvenær vonast ráðherran til að samgöngumiðstöðin rísi? Sturla segist vonast til að það taki ekki lengri tíma en þrjú ár að koma henni upp en það fari eftir því hvort fjárfestar fáist að verkefninu hvenær byrjað verið á því þar sem um sé að ræða einkaframkvæmd. Það hefur hins vegar farið hljótt að borgarstjóri og samgönguráðherra staðfestu fyrir þremur vikum, þann 11. febrúar, víðtækt samkomulag um framtíð Reykjavíkurflugvallar með undirritun þessa minnisblaðs, sem fréttastofan komst yfir í dag. Með samkomulagi þeirra voru jafnframt teknar þýðingarmiklar ákvarðanir um framtíð flugvallarsvæðisins. Þar er lýst staðsetningu samgöngumiðstöðvar, ríkið fellst á að borga lagningu Hlíðarfótar og gera hann að forgangsverkefni, ákveðið er að loka minnstu flugbrautinni, norðaustur-suðvestur-brautinni, fyrir lok þessa árs, hert verður á áformum um nýjan flugvöll fyrir æfingakennslu og einkaflug og loks er samkomulag um að ráðast í ítarlega úttekt á framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýri. Gera á flugtæknilega, rekstrarlega og skipulagslega úttekt á flugvellinum og bera saman ólíka valkosti: völl með einni flugbraut, tveimur flugbrautum og við þann kost að loka flugvellinum. Meta á lágmarksstærð flugbrauta og þess athafnasvæðis sem þörf er talin á til að flugvöllurinn geti þjónað sem miðstöð innanlandsflugs. Að niðurstöðu fenginni eiga að fara fram formlegar viðræður ríkis og borgar um framtíð flugvallarins. Sturla segir að sú vinna fari nú í gang. Mikið af gögnum sé til um málið en það skipti heilmiklu að um málið ríki fullkomin sátt á milli hans og borgarstjóra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira
Fréttastofan hefur undir höndum samkomulag um Reykjavíkurflugvöll sem var staðfest fyrir þremur vikum með undirskrift samgönguráðherra og borgarstjóra. Samkvæmt því verður minnstu flugbrautinni lokað þegar á þessu ári og ráðist í úttekt á því hversu lítið rými megi komast af með undir innanlandsflug í Vatnsmýrinni. Samgönguráðherra kynnti ríkisstjórninni í morgun skýrslu um samgöngumiðstöð á Reykjavíkurflugvelli. Þar eru birtar myndir sem sýna hvernig hún gæti litið út en henni er ætlað að þjóna bæði flugumferð og rútubílaumferð. Ráðherra segir að þó að ríki og borg séu sammála um að reisa miðstöðina felist ekki í því ákvörðun um framtíð flugvallarins. Verið sé að reisa samgöngumiðstöð sem muni nýtast fyrir samgöngutæki, þar með talið flugið svo lengi sem þörf sé á. Aðspurður hvort samgöngumiðstöðin festi ekki flugvöllinn í sessi segir Sturla að það geti vel verið að það gerist en það verði þá væntanlega í fullkominni sátt við borgaryfirvöld. En hvenær vonast ráðherran til að samgöngumiðstöðin rísi? Sturla segist vonast til að það taki ekki lengri tíma en þrjú ár að koma henni upp en það fari eftir því hvort fjárfestar fáist að verkefninu hvenær byrjað verið á því þar sem um sé að ræða einkaframkvæmd. Það hefur hins vegar farið hljótt að borgarstjóri og samgönguráðherra staðfestu fyrir þremur vikum, þann 11. febrúar, víðtækt samkomulag um framtíð Reykjavíkurflugvallar með undirritun þessa minnisblaðs, sem fréttastofan komst yfir í dag. Með samkomulagi þeirra voru jafnframt teknar þýðingarmiklar ákvarðanir um framtíð flugvallarsvæðisins. Þar er lýst staðsetningu samgöngumiðstöðvar, ríkið fellst á að borga lagningu Hlíðarfótar og gera hann að forgangsverkefni, ákveðið er að loka minnstu flugbrautinni, norðaustur-suðvestur-brautinni, fyrir lok þessa árs, hert verður á áformum um nýjan flugvöll fyrir æfingakennslu og einkaflug og loks er samkomulag um að ráðast í ítarlega úttekt á framtíð flugstarfsemi í Vatnsmýri. Gera á flugtæknilega, rekstrarlega og skipulagslega úttekt á flugvellinum og bera saman ólíka valkosti: völl með einni flugbraut, tveimur flugbrautum og við þann kost að loka flugvellinum. Meta á lágmarksstærð flugbrauta og þess athafnasvæðis sem þörf er talin á til að flugvöllurinn geti þjónað sem miðstöð innanlandsflugs. Að niðurstöðu fenginni eiga að fara fram formlegar viðræður ríkis og borgar um framtíð flugvallarins. Sturla segir að sú vinna fari nú í gang. Mikið af gögnum sé til um málið en það skipti heilmiklu að um málið ríki fullkomin sátt á milli hans og borgarstjóra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Sjá meira