Innlent

Versta sýkingin í níu ár

Hún er sögð sú versta sem læknar hafa séð í ein níu ár hér á landi, þar sem hún leggst óvenjuþungt á börn. "Janúar var þungur og febrúar ennþá þyngri," sagði Ingileif Sigfúsdóttir deildarstjóri á spítalanum. Hún segir ekki vitað hvort faraldurinn sé á niðurleið. Frá áramótum til loka febrúar hafa komið samtals 2213 börn á bráðamóttöku spítalans. Ekkert barn hefur látist af veirunni, en sum þeirra hafa þurft að fara í öndunarvél. Á tímabili þurfti að opna svokallaða hágæslu í tengslum við vökudeildina. Þar lágu þau börn sem veiktust mest. Nú er mesta álagið á legudeildum spítalans. Ingileif sagði að RS - vírusinn kæmi hingað til lands á hverjum vetri, en væri misjafnlega slæmur. Börn sem fengju hann mynduðu lítið mótefni og gætu því veikst ofar en einu sinni. En það væru yngstu börnin sem veiktust mest, því þau hefðu ekki myndað neitt mótefni.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×