Stór ákvörðun að hætta 28. febrúar 2005 00:01 Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hættir á þingi 1. ágúst til að taka við starfi deildarforseta lögfræðideildar við Viðskiptaháskólann á Bifröst. "Það er stór ákvörðun að hætta á þingi. Ég hef hins vegar leitt hugann að því síðustu mánuði að láta þetta kjörtímabil nægja. Ég er búin að vera 10 ár á þingi. Það er búinn að vera góður og skemmtilegur tími en fagið mitt, lögfræði, hefur dálítið togað í mig," segir Bryndís. "Mér bauðst þetta tækifæri hér á Bifröst og vildi ekki sleppa því. Maður má ekki bíða of lengi með það að skipta um starfsvettvang ef maður ætlar sér það á annað borð," segir hún. Bryndís neitar því alfarið að ákvörðun hennar tengist eitthvað þeim formannslag sem nú stendur yfir í Samfylkingunni. "Að láta af starfi eins og þingmennsku er eitthvað sem maður gerir á sínum eigin forsendum og ekki fyrir nokkurn mann annan en sjálfan sig. Ég var hinsvegar tilbúin að taka þessa ákvörðun vegna þess að mér býðst annað spennandi tækifæri. Ég trúi því að stuðningsmenn mínir og kjósendur hafi skilning á því að þetta tækifæri kemur á miðju kjörtímabili þannig að ég get ekki klárað kjörtímabilið," segir hún. Því hefur verið haldið fram að Bryndís sé með þessu að víkja úr sæti á Alþingi svo Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fái meira vægi í formannslagnum. Um það segir Bryndís: "Ég get ekkert sagt annað en það að samsæriskenningar af þeim toga eru fullkomlega á villigötum. Ég geri þetta algjörlega á mínum eigin forsendum og maður getur ekki látið Gróu á Leiti eða samsæriskenningar stjórna sínu lífi og ég held mig við mínar skýringar og treysti því að fólk skilji þær. Að sögn Bryndísar tók forysta flokksins ákvörðun hennar vel og sýndi henni mikinn skilning. Spurð um hvaða viðbrögð hún hafi fengið segir hún þau yfirleitt jákvæð. "Fólk hefur að minnsta kosti sýnt þessu skilning þó svo að sumir séu misjafnlega ánægðir með að ég sé að hætta í pólitík. Hingað til hef ég ekki fengið annað en skilning frá þeim sem standa mér nærri. Þeir vita að þessi ákvörðun er tekin á mínum forsendum og ég veit í hjartanu að ég er að gera rétt," segir Bryndís. Spurð hvort hún sé hætt í pólitík fullt og allt svarar hún: "Í það minnsta af þeim krafti sem ég var í henni." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hættir á þingi 1. ágúst til að taka við starfi deildarforseta lögfræðideildar við Viðskiptaháskólann á Bifröst. "Það er stór ákvörðun að hætta á þingi. Ég hef hins vegar leitt hugann að því síðustu mánuði að láta þetta kjörtímabil nægja. Ég er búin að vera 10 ár á þingi. Það er búinn að vera góður og skemmtilegur tími en fagið mitt, lögfræði, hefur dálítið togað í mig," segir Bryndís. "Mér bauðst þetta tækifæri hér á Bifröst og vildi ekki sleppa því. Maður má ekki bíða of lengi með það að skipta um starfsvettvang ef maður ætlar sér það á annað borð," segir hún. Bryndís neitar því alfarið að ákvörðun hennar tengist eitthvað þeim formannslag sem nú stendur yfir í Samfylkingunni. "Að láta af starfi eins og þingmennsku er eitthvað sem maður gerir á sínum eigin forsendum og ekki fyrir nokkurn mann annan en sjálfan sig. Ég var hinsvegar tilbúin að taka þessa ákvörðun vegna þess að mér býðst annað spennandi tækifæri. Ég trúi því að stuðningsmenn mínir og kjósendur hafi skilning á því að þetta tækifæri kemur á miðju kjörtímabili þannig að ég get ekki klárað kjörtímabilið," segir hún. Því hefur verið haldið fram að Bryndís sé með þessu að víkja úr sæti á Alþingi svo Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fái meira vægi í formannslagnum. Um það segir Bryndís: "Ég get ekkert sagt annað en það að samsæriskenningar af þeim toga eru fullkomlega á villigötum. Ég geri þetta algjörlega á mínum eigin forsendum og maður getur ekki látið Gróu á Leiti eða samsæriskenningar stjórna sínu lífi og ég held mig við mínar skýringar og treysti því að fólk skilji þær. Að sögn Bryndísar tók forysta flokksins ákvörðun hennar vel og sýndi henni mikinn skilning. Spurð um hvaða viðbrögð hún hafi fengið segir hún þau yfirleitt jákvæð. "Fólk hefur að minnsta kosti sýnt þessu skilning þó svo að sumir séu misjafnlega ánægðir með að ég sé að hætta í pólitík. Hingað til hef ég ekki fengið annað en skilning frá þeim sem standa mér nærri. Þeir vita að þessi ákvörðun er tekin á mínum forsendum og ég veit í hjartanu að ég er að gera rétt," segir Bryndís. Spurð hvort hún sé hætt í pólitík fullt og allt svarar hún: "Í það minnsta af þeim krafti sem ég var í henni."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira