Erlent

Lifði af tvö skot í höfuðið

Þrjátíu og sex ára gamall maður í Danmörku lifði það af að fá tvö byssuskot í ennið. Maðurinn var á heimili sínu þegar skotið var á hann í gegnum gluggarúðu og gardínu. Lögreglan segir að fyrirstaðan hafi verið nógu mikil til þess að draga úr afli kúlnanna. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús þar sem kúlurnar voru fjarlægðar. Lögreglan segist hafa grun um hver skotmaðurinn sé og er hans nú leitað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×