Siv og Una María víki 21. febrúar 2005 00:01 Brynja, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, var stofnað á sunnudag og er þetta fjórða framsóknarfélagið í sveitarfélaginu. Stofnfélagar kvenfélagsins eru 61. Þar af eru um 40 sem áður höfðu skráð sig í Freyju fyrir aðalfund sem síðar var úrskurðaður ólöglegur. Athygli vakti að hvorki Siv Friðleifsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, né Hansínu Björgvinsdóttur, bæjarstjóra í Kópavogi, var boðið til fundarins. Hins vegar var Valgerður Sverrisdóttir heiðursgestur en konurnar sem stofnuðu Brynju eru meðal annars sagðar tengjast Páli Magnússyni, aðstoðarmanni Valgerðar. Aðalheiður Sigursveinsdóttir segir Brynju stofnaða til að taka þátt í störfum Framsóknarflokksins í Kópavogi. Sigurbjörg Vilmundardóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hafi ekki verið boðin velkomin í Freyju og því hafi komið til átaka á aðalfundi. "Við vorum sakaðar um að reyna yfirtöku á félaginu en við höfum alltaf hafnað því. Við studdum sitjandi formann og vildum með því sýna að við værum ekki komnar í ófriði," segir Aðalheiður. Eftir að aðalfundur Freyju var úrskurðaður ólögmætur var stjórn Freyju sent bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um næsta aðalfund. Í svarbréfi er Sigurbjörgu boðið í stjórn Freyju, líkt og boðið var á aðalfundinum, þegar Ingibjörg Ingvadóttir, ritari Freyju og dóttir Hansínu Björgvinsdóttur, bauðst til að víkja úr stjórninni. Aðalheiður segir að vegna afstöðu Sivjar hafi henni ekki verið boðið á stofnfund Brynju. "Hún hefur látið þau orð falla að við værum ekki í þessu af alvöru og hefðum ekki sjálfstæðar skoðanir og það kom aldrei til álita að bjóða Siv." Frestur til að senda inn fulltrúa á flokksþing er liðinn, en Brynjukonur hafa óskað eftir undanþágu til að senda þangað fulltrúa. Það er landsstjórn flokksins sem ákveður hvort undanþága verði veitt. "Við óskum eftir því að Siv Friðleifsdóttir og Una María Óskarsdóttir, sem báðar koma að þessu máli, víki sæti," segir Aðalheiður en báðar sitja þær í landsstjórn Framsóknarflokksins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Brynja, félag framsóknarkvenna í Kópavogi, var stofnað á sunnudag og er þetta fjórða framsóknarfélagið í sveitarfélaginu. Stofnfélagar kvenfélagsins eru 61. Þar af eru um 40 sem áður höfðu skráð sig í Freyju fyrir aðalfund sem síðar var úrskurðaður ólöglegur. Athygli vakti að hvorki Siv Friðleifsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, né Hansínu Björgvinsdóttur, bæjarstjóra í Kópavogi, var boðið til fundarins. Hins vegar var Valgerður Sverrisdóttir heiðursgestur en konurnar sem stofnuðu Brynju eru meðal annars sagðar tengjast Páli Magnússyni, aðstoðarmanni Valgerðar. Aðalheiður Sigursveinsdóttir segir Brynju stofnaða til að taka þátt í störfum Framsóknarflokksins í Kópavogi. Sigurbjörg Vilmundardóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, hafi ekki verið boðin velkomin í Freyju og því hafi komið til átaka á aðalfundi. "Við vorum sakaðar um að reyna yfirtöku á félaginu en við höfum alltaf hafnað því. Við studdum sitjandi formann og vildum með því sýna að við værum ekki komnar í ófriði," segir Aðalheiður. Eftir að aðalfundur Freyju var úrskurðaður ólögmætur var stjórn Freyju sent bréf þar sem óskað var eftir upplýsingum um næsta aðalfund. Í svarbréfi er Sigurbjörgu boðið í stjórn Freyju, líkt og boðið var á aðalfundinum, þegar Ingibjörg Ingvadóttir, ritari Freyju og dóttir Hansínu Björgvinsdóttur, bauðst til að víkja úr stjórninni. Aðalheiður segir að vegna afstöðu Sivjar hafi henni ekki verið boðið á stofnfund Brynju. "Hún hefur látið þau orð falla að við værum ekki í þessu af alvöru og hefðum ekki sjálfstæðar skoðanir og það kom aldrei til álita að bjóða Siv." Frestur til að senda inn fulltrúa á flokksþing er liðinn, en Brynjukonur hafa óskað eftir undanþágu til að senda þangað fulltrúa. Það er landsstjórn flokksins sem ákveður hvort undanþága verði veitt. "Við óskum eftir því að Siv Friðleifsdóttir og Una María Óskarsdóttir, sem báðar koma að þessu máli, víki sæti," segir Aðalheiður en báðar sitja þær í landsstjórn Framsóknarflokksins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira