Siv undrast að vera ekki boðið 21. febrúar 2005 00:01 Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það. Hins vegar var oddviti framsóknarmanna á Norður- og Austurlandi, Valgerður Sverrisdóttir, heiðursgestur fundarins. Hið nýja félag Framsóknarkvennanna í Kópavogi heitir Brynja. Ein stjórnarkvenna sem var fremst í flokki í átökunum við Freyju um daginn, Aðalheiður Sigursveinsdóttir, segir að þær hafi verið búnar að reyna að ná sáttum við konurnar í Freyju en án árangurs og að allt stefndi í áframhaldandi átök. Hún sagði þær hafa mætt talsverðri andstöðu á meðal Freyjukvenna. Að sögn Aðalheiðar vildu þær ekki standa fyrir smölun á annan fund eða vera með einhver illindi og því hafi hið nýja félag verið stofnað. Aðspurð segist hún telja vera grundvöll fyrir tveimur kvenfélögum Framsóknarflokksins í einu bæjarfélagi, þrátt fyrir að hann sé langt í frá stærsti flokkur landsins. Aðalheiður telur þetta ekki auka á klofning í Framsóknarflokknum, né heldur á meðal framsóknarkvenna. Þó viðurkennir Aðalheiður að hvorki bæjarstjóra Kópavogs, Hansínu Ástu Björgvinsdóttur sem er framsóknarkona, né oddvita framsóknarmanna í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, hafi verið boðið á fundinn. Siv staðfesti þetta í samtali við fréttastofuna. Hins vegar var viðskipta- og iðnaðarráðherra Valgerði Sverrisdóttur boðið sem heiðursgesti á fundinn, þrátt fyrir að hún komi úr allt öðru kjördæmi. Siv kveðst eiga mjög erfitt með að túlka það; aðrir verði að túlka hvort þarna séu flokkssystur hennar að koma aftan að henni, sem og hvað varðar þátt Valgerðar Sverrisdóttur. Aðalheiður segir Valgerði hafa komið með mjög skemmtilegum hætti inn í þingflokkinn á sínum tíma og starfað ötullega með framsóknarkonum. Því hafi hún verið góður fulltrúi á fundinum. Aðspurð segir hún ekki felast nein skilaboð í þessu til Sivjar og Hansínu. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira
Nýtt félag framsóknarkvenna í Kópavogi var stofnað í gær. Að því félagi standa konurnar sem nýlega reyndu að hrifsa til sín völdin í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi. Oddvita flokksins í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, var ekki boðið á fundinn og undrast hún það. Hins vegar var oddviti framsóknarmanna á Norður- og Austurlandi, Valgerður Sverrisdóttir, heiðursgestur fundarins. Hið nýja félag Framsóknarkvennanna í Kópavogi heitir Brynja. Ein stjórnarkvenna sem var fremst í flokki í átökunum við Freyju um daginn, Aðalheiður Sigursveinsdóttir, segir að þær hafi verið búnar að reyna að ná sáttum við konurnar í Freyju en án árangurs og að allt stefndi í áframhaldandi átök. Hún sagði þær hafa mætt talsverðri andstöðu á meðal Freyjukvenna. Að sögn Aðalheiðar vildu þær ekki standa fyrir smölun á annan fund eða vera með einhver illindi og því hafi hið nýja félag verið stofnað. Aðspurð segist hún telja vera grundvöll fyrir tveimur kvenfélögum Framsóknarflokksins í einu bæjarfélagi, þrátt fyrir að hann sé langt í frá stærsti flokkur landsins. Aðalheiður telur þetta ekki auka á klofning í Framsóknarflokknum, né heldur á meðal framsóknarkvenna. Þó viðurkennir Aðalheiður að hvorki bæjarstjóra Kópavogs, Hansínu Ástu Björgvinsdóttur sem er framsóknarkona, né oddvita framsóknarmanna í kjördæminu, Siv Friðleifsdóttur, hafi verið boðið á fundinn. Siv staðfesti þetta í samtali við fréttastofuna. Hins vegar var viðskipta- og iðnaðarráðherra Valgerði Sverrisdóttur boðið sem heiðursgesti á fundinn, þrátt fyrir að hún komi úr allt öðru kjördæmi. Siv kveðst eiga mjög erfitt með að túlka það; aðrir verði að túlka hvort þarna séu flokkssystur hennar að koma aftan að henni, sem og hvað varðar þátt Valgerðar Sverrisdóttur. Aðalheiður segir Valgerði hafa komið með mjög skemmtilegum hætti inn í þingflokkinn á sínum tíma og starfað ötullega með framsóknarkonum. Því hafi hún verið góður fulltrúi á fundinum. Aðspurð segir hún ekki felast nein skilaboð í þessu til Sivjar og Hansínu.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Fleiri fréttir Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Sjá meira