Yfirlýsingar skaða Landsvirkjun 20. febrúar 2005 00:01 Yfirlýsingar iðnaðarráðherra um einkavæðingu Landsvirkjunar skaða fyrirtækið og grafa undan lánstrausti þess að mati Álfheiðar Ingadóttur, stjórnarmanns í Landsvirkjun. Borgin geti ekki verið áfram í ábyrgð fyrir sextíu milljörðum króna verði fyrirtækið einkavætt. Það rýri verðmæti fyrirtækisins að missa þessar ábyrgðir. Sérstök nefnd um orkustefnu borgarinnar komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að selja bæri hlut borgarinnar í Landsvirkjun, en það væri óeðlilega mikið af fé borgarinnar bundið í orkufyrirtækjum meðan borgin ætti 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur og 45 prósent í Landsvirkjun. Álfheiður Ingadóttir, einn nefndarmanna og stjórnarmaður í Landsvirkjun, segir að þetta hefði þurft að ræða betur innan borgarstjórnar nú í ljósi breyttrar stöðu á raforkumarkaði með nýjum lögum. Þá breyti það öllum forsendum að ráðherra hafi kosið að tengja viljayfirlýsingu borgarinnar um að ganga til viðræðna um sölu á hlut sínum saman við fyrirhugaða einkavæðingu Landsvirkjunar en Vinstri - grænir vilja að öll grunnþjónusta í orkugeiranum sé almenningseign. Álfheiður segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir því að borgin leysti til sín sextíu milljarða króna ábyrgðir þótt fyrirtækið yrði alfarið í eigu ríkisins. Við einkavæðingu gegni hins vegar öðru máli. Hún spyr sig hvort ríkið ætli að leysa til sín allar þessar ábyrgðir ef fyrirtækið verði einkavætt. Álfheiður segir yfirlýsingu ráðherra koma málinu í uppnám og bendir á tvennt í því sambandi. Hún telji að yfirlýsingarnar hafi skaðað Landsvirkjun verulega og geti grafið undan lánstrausti fyrirtækisins því í rauninni sé um að ræða yfirlýsingu um það eigi að aflétta ríkisábyrgðum og þar með ábyrgðum Reykjavíkurborgar á fyrirtækinu. Gagnvart Reykjavíkurborg sé það sér mál sem hljóti að þurfa að taka upp strax í upphafi viðræðnanna um sölu hlutar borgarinnar, þ.e. hvernig ráðherra hyggist aflétta ábyrgðum borgarinnar án þess að það kosti borgina stórfé. Álfheiður segir enn fremur að ábyrgðin nemi um sextíu milljörðum króna, ef framkvæmdir við Kárahnjúka séu reiknaðar með, gagnvart Reykvíkingum og það sé gríðarlega dýrt að endurfjármagna lán af þessari stærðargráðu. Hún telji því útilokað annað eftir þessa yfirlýsingu að byrjað sé á því að ræða hvernig ganga eigi frá þeim málum. Álfheiður bendir enn fremur á að það sé bannað samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borgin sé í ábyrgðum fyrir fyrirtæki í eigu einkaaðila. Hún segir vel sé hugsanlegt að borgin haldi slíkum ábyrgðum í fyrirtækjum sem séu í eigu ríkisins en sveitarfélögum í landinu sé beinlínis bannað að gangast í ábyrgðir fyrir einkaaðila. Það sé því alveg ljóst að yfirlýsing ráðherra um að selja Landsvirkjun ásamt Orkubúi Vestfjarða og RARIK þýði að aflétta þurfi ábyrgðunum gagnvart Reykjavíkurborg og það strax. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Yfirlýsingar iðnaðarráðherra um einkavæðingu Landsvirkjunar skaða fyrirtækið og grafa undan lánstrausti þess að mati Álfheiðar Ingadóttur, stjórnarmanns í Landsvirkjun. Borgin geti ekki verið áfram í ábyrgð fyrir sextíu milljörðum króna verði fyrirtækið einkavætt. Það rýri verðmæti fyrirtækisins að missa þessar ábyrgðir. Sérstök nefnd um orkustefnu borgarinnar komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að selja bæri hlut borgarinnar í Landsvirkjun, en það væri óeðlilega mikið af fé borgarinnar bundið í orkufyrirtækjum meðan borgin ætti 95 prósent í Orkuveitu Reykjavíkur og 45 prósent í Landsvirkjun. Álfheiður Ingadóttir, einn nefndarmanna og stjórnarmaður í Landsvirkjun, segir að þetta hefði þurft að ræða betur innan borgarstjórnar nú í ljósi breyttrar stöðu á raforkumarkaði með nýjum lögum. Þá breyti það öllum forsendum að ráðherra hafi kosið að tengja viljayfirlýsingu borgarinnar um að ganga til viðræðna um sölu á hlut sínum saman við fyrirhugaða einkavæðingu Landsvirkjunar en Vinstri - grænir vilja að öll grunnþjónusta í orkugeiranum sé almenningseign. Álfheiður segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir því að borgin leysti til sín sextíu milljarða króna ábyrgðir þótt fyrirtækið yrði alfarið í eigu ríkisins. Við einkavæðingu gegni hins vegar öðru máli. Hún spyr sig hvort ríkið ætli að leysa til sín allar þessar ábyrgðir ef fyrirtækið verði einkavætt. Álfheiður segir yfirlýsingu ráðherra koma málinu í uppnám og bendir á tvennt í því sambandi. Hún telji að yfirlýsingarnar hafi skaðað Landsvirkjun verulega og geti grafið undan lánstrausti fyrirtækisins því í rauninni sé um að ræða yfirlýsingu um það eigi að aflétta ríkisábyrgðum og þar með ábyrgðum Reykjavíkurborgar á fyrirtækinu. Gagnvart Reykjavíkurborg sé það sér mál sem hljóti að þurfa að taka upp strax í upphafi viðræðnanna um sölu hlutar borgarinnar, þ.e. hvernig ráðherra hyggist aflétta ábyrgðum borgarinnar án þess að það kosti borgina stórfé. Álfheiður segir enn fremur að ábyrgðin nemi um sextíu milljörðum króna, ef framkvæmdir við Kárahnjúka séu reiknaðar með, gagnvart Reykvíkingum og það sé gríðarlega dýrt að endurfjármagna lán af þessari stærðargráðu. Hún telji því útilokað annað eftir þessa yfirlýsingu að byrjað sé á því að ræða hvernig ganga eigi frá þeim málum. Álfheiður bendir enn fremur á að það sé bannað samkvæmt sveitarstjórnarlögum að borgin sé í ábyrgðum fyrir fyrirtæki í eigu einkaaðila. Hún segir vel sé hugsanlegt að borgin haldi slíkum ábyrgðum í fyrirtækjum sem séu í eigu ríkisins en sveitarfélögum í landinu sé beinlínis bannað að gangast í ábyrgðir fyrir einkaaðila. Það sé því alveg ljóst að yfirlýsing ráðherra um að selja Landsvirkjun ásamt Orkubúi Vestfjarða og RARIK þýði að aflétta þurfi ábyrgðunum gagnvart Reykjavíkurborg og það strax.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira