Annir vestra tefja varnarviðræður 15. febrúar 2005 00:01 Annir hjá forseta Bandaríkjanna og nýjum utanríkisráðherra hafa tafið varnarviðræðurnar við Ísland, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Óvíst er hvenær þær geta hafist að nýju. Davíð þakkar stjórnarandstöðunni að hafa hlíft sér svo að honum hafi tekist að ná 80 prósenta styrk eftir veikindi sín. Hann hvetur hana núna til að vaða í sig. Viðræður um framhald varnarsamstarfsins hafa verið í biðstöðu undanfarið en búist hafði verið við að þær yrðu teknar upp að nýju í janúar. Davíð segir að staðan hafi breyst þegar skipt hafi verið um utanríkisráðherra í Bandaríkjunum. Þá hafi skort á fyrirmæli til nefndarmanna frá Hvíta húsinu vegna þess að þar hafi menn verið að undirbúa innsetningarræðu George Bush og ræðu hans um stöðu mála. Þeir hafi því verið mjög uppteknir. Því sé ekki við íslensk stjórnvöld að sakast og tafirnar hafi ekki orðið vegna þess að hann hafi verið í burtu því hann hafi sagt að viðræðurnar hefðu getað farið fram við embættismenn hér á landi þótt hann væri í fríi. Spurður hvenær hann eigi von á því að viðræður verði teknar upp að nýju segir Davíð að ekki verði langt að bíða þess. Öruggast sé þó að nefna ekki tímasetningu til þess að hann verði ekki tekin upp á því prófi aftur. Davíð segir aðspurður að ekki hafi farið fram neinar formlegar viðræður á milli utanríkisráðuneyta landanna heldur aðeins rætt um hvenær hægt sé að hefja vinnuna. Það hafi verið rætt við bæði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Hvíta húsið. Óvissa ríkir einnig um framhald á framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en upplýsingar um mikinn kostnað við framboðið hafa vakið upp spurningar um hvort það sé þess virði. Davíð segir ákvörðunina um að leita eftir sæti í Öryggisráðinu hafa byggst á því að menn hafi viljað vera þjóð meðal þjóða og þegar kæmi að Íslendingum meðal Norðurlandaþjóðanna hlypu þeir ekki í burtu vegna þess að þeir væru of fámennir og veikburða. Hugmyndin hafi fyrst vaknað í tíð Geirs Hallgrímssonar í utanríkisráðuneytinu 1983-1986 og því hafi hún verið lengi í burðarliðnum. Rétt sé að framboðið kosti heilmikið og svokölluð kosningabarátta geti kostað á milli 200 og 500 milljónir króna. Þá kosti 200 milljónir hið minnsta halda uppi sæti þannig að Íslendingar ynnu og kæmust að. Davíð minnir á að Svíar hafi ekki komist að þegar þeir hafi reynt síðast ekki alls fyrir löngu. Þetta orki því allt tvímælis. Stjórnvöld séu að þreifa fyrir sér og ef þau telji að möguleikar Íslendinga séu ekki nægilega góðir þurfi þau að hugsa sinn gang. Endanleg ákvörðun um framboð hefur ekki verið tekin. Davíð Oddsson veiktist sem kunnugt er alvarlega í sumar þegar nokkur mein herjuðu á hann. Hann hefur verið í endurhæfingu og er nýkominn heim úr mánaðarleyfi í Bandaríkjunum og segist allur að hressast. Hann sé kominn með 80-90 prósenta styrk og hann verði að þakka stjórnarandstöðunni fyrir að vera góð við hann og fyrir að hafa ekki ráðist á hann. Nú telji hann að hún eigi að fara að gera það og hann bjóði henni upp í dans. Það má sem sagt búast við fjörugum dansi í þingsal strax á morgun þegar Davíð svarar fyrirspurnum frá þingmönnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Annir hjá forseta Bandaríkjanna og nýjum utanríkisráðherra hafa tafið varnarviðræðurnar við Ísland, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Óvíst er hvenær þær geta hafist að nýju. Davíð þakkar stjórnarandstöðunni að hafa hlíft sér svo að honum hafi tekist að ná 80 prósenta styrk eftir veikindi sín. Hann hvetur hana núna til að vaða í sig. Viðræður um framhald varnarsamstarfsins hafa verið í biðstöðu undanfarið en búist hafði verið við að þær yrðu teknar upp að nýju í janúar. Davíð segir að staðan hafi breyst þegar skipt hafi verið um utanríkisráðherra í Bandaríkjunum. Þá hafi skort á fyrirmæli til nefndarmanna frá Hvíta húsinu vegna þess að þar hafi menn verið að undirbúa innsetningarræðu George Bush og ræðu hans um stöðu mála. Þeir hafi því verið mjög uppteknir. Því sé ekki við íslensk stjórnvöld að sakast og tafirnar hafi ekki orðið vegna þess að hann hafi verið í burtu því hann hafi sagt að viðræðurnar hefðu getað farið fram við embættismenn hér á landi þótt hann væri í fríi. Spurður hvenær hann eigi von á því að viðræður verði teknar upp að nýju segir Davíð að ekki verði langt að bíða þess. Öruggast sé þó að nefna ekki tímasetningu til þess að hann verði ekki tekin upp á því prófi aftur. Davíð segir aðspurður að ekki hafi farið fram neinar formlegar viðræður á milli utanríkisráðuneyta landanna heldur aðeins rætt um hvenær hægt sé að hefja vinnuna. Það hafi verið rætt við bæði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Hvíta húsið. Óvissa ríkir einnig um framhald á framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en upplýsingar um mikinn kostnað við framboðið hafa vakið upp spurningar um hvort það sé þess virði. Davíð segir ákvörðunina um að leita eftir sæti í Öryggisráðinu hafa byggst á því að menn hafi viljað vera þjóð meðal þjóða og þegar kæmi að Íslendingum meðal Norðurlandaþjóðanna hlypu þeir ekki í burtu vegna þess að þeir væru of fámennir og veikburða. Hugmyndin hafi fyrst vaknað í tíð Geirs Hallgrímssonar í utanríkisráðuneytinu 1983-1986 og því hafi hún verið lengi í burðarliðnum. Rétt sé að framboðið kosti heilmikið og svokölluð kosningabarátta geti kostað á milli 200 og 500 milljónir króna. Þá kosti 200 milljónir hið minnsta halda uppi sæti þannig að Íslendingar ynnu og kæmust að. Davíð minnir á að Svíar hafi ekki komist að þegar þeir hafi reynt síðast ekki alls fyrir löngu. Þetta orki því allt tvímælis. Stjórnvöld séu að þreifa fyrir sér og ef þau telji að möguleikar Íslendinga séu ekki nægilega góðir þurfi þau að hugsa sinn gang. Endanleg ákvörðun um framboð hefur ekki verið tekin. Davíð Oddsson veiktist sem kunnugt er alvarlega í sumar þegar nokkur mein herjuðu á hann. Hann hefur verið í endurhæfingu og er nýkominn heim úr mánaðarleyfi í Bandaríkjunum og segist allur að hressast. Hann sé kominn með 80-90 prósenta styrk og hann verði að þakka stjórnarandstöðunni fyrir að vera góð við hann og fyrir að hafa ekki ráðist á hann. Nú telji hann að hún eigi að fara að gera það og hann bjóði henni upp í dans. Það má sem sagt búast við fjörugum dansi í þingsal strax á morgun þegar Davíð svarar fyrirspurnum frá þingmönnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira