Annir vestra tefja varnarviðræður 15. febrúar 2005 00:01 Annir hjá forseta Bandaríkjanna og nýjum utanríkisráðherra hafa tafið varnarviðræðurnar við Ísland, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Óvíst er hvenær þær geta hafist að nýju. Davíð þakkar stjórnarandstöðunni að hafa hlíft sér svo að honum hafi tekist að ná 80 prósenta styrk eftir veikindi sín. Hann hvetur hana núna til að vaða í sig. Viðræður um framhald varnarsamstarfsins hafa verið í biðstöðu undanfarið en búist hafði verið við að þær yrðu teknar upp að nýju í janúar. Davíð segir að staðan hafi breyst þegar skipt hafi verið um utanríkisráðherra í Bandaríkjunum. Þá hafi skort á fyrirmæli til nefndarmanna frá Hvíta húsinu vegna þess að þar hafi menn verið að undirbúa innsetningarræðu George Bush og ræðu hans um stöðu mála. Þeir hafi því verið mjög uppteknir. Því sé ekki við íslensk stjórnvöld að sakast og tafirnar hafi ekki orðið vegna þess að hann hafi verið í burtu því hann hafi sagt að viðræðurnar hefðu getað farið fram við embættismenn hér á landi þótt hann væri í fríi. Spurður hvenær hann eigi von á því að viðræður verði teknar upp að nýju segir Davíð að ekki verði langt að bíða þess. Öruggast sé þó að nefna ekki tímasetningu til þess að hann verði ekki tekin upp á því prófi aftur. Davíð segir aðspurður að ekki hafi farið fram neinar formlegar viðræður á milli utanríkisráðuneyta landanna heldur aðeins rætt um hvenær hægt sé að hefja vinnuna. Það hafi verið rætt við bæði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Hvíta húsið. Óvissa ríkir einnig um framhald á framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en upplýsingar um mikinn kostnað við framboðið hafa vakið upp spurningar um hvort það sé þess virði. Davíð segir ákvörðunina um að leita eftir sæti í Öryggisráðinu hafa byggst á því að menn hafi viljað vera þjóð meðal þjóða og þegar kæmi að Íslendingum meðal Norðurlandaþjóðanna hlypu þeir ekki í burtu vegna þess að þeir væru of fámennir og veikburða. Hugmyndin hafi fyrst vaknað í tíð Geirs Hallgrímssonar í utanríkisráðuneytinu 1983-1986 og því hafi hún verið lengi í burðarliðnum. Rétt sé að framboðið kosti heilmikið og svokölluð kosningabarátta geti kostað á milli 200 og 500 milljónir króna. Þá kosti 200 milljónir hið minnsta halda uppi sæti þannig að Íslendingar ynnu og kæmust að. Davíð minnir á að Svíar hafi ekki komist að þegar þeir hafi reynt síðast ekki alls fyrir löngu. Þetta orki því allt tvímælis. Stjórnvöld séu að þreifa fyrir sér og ef þau telji að möguleikar Íslendinga séu ekki nægilega góðir þurfi þau að hugsa sinn gang. Endanleg ákvörðun um framboð hefur ekki verið tekin. Davíð Oddsson veiktist sem kunnugt er alvarlega í sumar þegar nokkur mein herjuðu á hann. Hann hefur verið í endurhæfingu og er nýkominn heim úr mánaðarleyfi í Bandaríkjunum og segist allur að hressast. Hann sé kominn með 80-90 prósenta styrk og hann verði að þakka stjórnarandstöðunni fyrir að vera góð við hann og fyrir að hafa ekki ráðist á hann. Nú telji hann að hún eigi að fara að gera það og hann bjóði henni upp í dans. Það má sem sagt búast við fjörugum dansi í þingsal strax á morgun þegar Davíð svarar fyrirspurnum frá þingmönnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Annir hjá forseta Bandaríkjanna og nýjum utanríkisráðherra hafa tafið varnarviðræðurnar við Ísland, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Óvíst er hvenær þær geta hafist að nýju. Davíð þakkar stjórnarandstöðunni að hafa hlíft sér svo að honum hafi tekist að ná 80 prósenta styrk eftir veikindi sín. Hann hvetur hana núna til að vaða í sig. Viðræður um framhald varnarsamstarfsins hafa verið í biðstöðu undanfarið en búist hafði verið við að þær yrðu teknar upp að nýju í janúar. Davíð segir að staðan hafi breyst þegar skipt hafi verið um utanríkisráðherra í Bandaríkjunum. Þá hafi skort á fyrirmæli til nefndarmanna frá Hvíta húsinu vegna þess að þar hafi menn verið að undirbúa innsetningarræðu George Bush og ræðu hans um stöðu mála. Þeir hafi því verið mjög uppteknir. Því sé ekki við íslensk stjórnvöld að sakast og tafirnar hafi ekki orðið vegna þess að hann hafi verið í burtu því hann hafi sagt að viðræðurnar hefðu getað farið fram við embættismenn hér á landi þótt hann væri í fríi. Spurður hvenær hann eigi von á því að viðræður verði teknar upp að nýju segir Davíð að ekki verði langt að bíða þess. Öruggast sé þó að nefna ekki tímasetningu til þess að hann verði ekki tekin upp á því prófi aftur. Davíð segir aðspurður að ekki hafi farið fram neinar formlegar viðræður á milli utanríkisráðuneyta landanna heldur aðeins rætt um hvenær hægt sé að hefja vinnuna. Það hafi verið rætt við bæði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Hvíta húsið. Óvissa ríkir einnig um framhald á framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en upplýsingar um mikinn kostnað við framboðið hafa vakið upp spurningar um hvort það sé þess virði. Davíð segir ákvörðunina um að leita eftir sæti í Öryggisráðinu hafa byggst á því að menn hafi viljað vera þjóð meðal þjóða og þegar kæmi að Íslendingum meðal Norðurlandaþjóðanna hlypu þeir ekki í burtu vegna þess að þeir væru of fámennir og veikburða. Hugmyndin hafi fyrst vaknað í tíð Geirs Hallgrímssonar í utanríkisráðuneytinu 1983-1986 og því hafi hún verið lengi í burðarliðnum. Rétt sé að framboðið kosti heilmikið og svokölluð kosningabarátta geti kostað á milli 200 og 500 milljónir króna. Þá kosti 200 milljónir hið minnsta halda uppi sæti þannig að Íslendingar ynnu og kæmust að. Davíð minnir á að Svíar hafi ekki komist að þegar þeir hafi reynt síðast ekki alls fyrir löngu. Þetta orki því allt tvímælis. Stjórnvöld séu að þreifa fyrir sér og ef þau telji að möguleikar Íslendinga séu ekki nægilega góðir þurfi þau að hugsa sinn gang. Endanleg ákvörðun um framboð hefur ekki verið tekin. Davíð Oddsson veiktist sem kunnugt er alvarlega í sumar þegar nokkur mein herjuðu á hann. Hann hefur verið í endurhæfingu og er nýkominn heim úr mánaðarleyfi í Bandaríkjunum og segist allur að hressast. Hann sé kominn með 80-90 prósenta styrk og hann verði að þakka stjórnarandstöðunni fyrir að vera góð við hann og fyrir að hafa ekki ráðist á hann. Nú telji hann að hún eigi að fara að gera það og hann bjóði henni upp í dans. Það má sem sagt búast við fjörugum dansi í þingsal strax á morgun þegar Davíð svarar fyrirspurnum frá þingmönnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira