Sagði vinnubrögð niðurlægjandi 10. febrúar 2005 00:01 Formanni Vinstri - grænna var brugðið yfir viðtali við forsætisráðherra á Stöð tvö í gær og segir að vinnubrögðin, sem hann lýsti varðandi stuðninginn við innrásina í Írak, hafi verið niðurlægjandi fyrir íslensku þjóðina. Stjórnarliðar hvöttu stjórnarandstöðuna til að snúa sér að öðru. Stjórnarandstaðan ítrekaði á Alþingi í dag kröfu sína um að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd til að kanna tildrög þess að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða sem studdu innrásina í Írak. Tilefnið að þessu sinni var viðtal við Halldór Ásgrímsson á Stöð 2 í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og sagði að stjórnarandstaðan hefði haldið því fram að stuðningurinn við innrásina hefði verið ákveðinn vegna pólitísks þrýstings frá Bandaríkjamönnum og vegna þess að varnarhagsmunir blönduðust inn í málið. Forsætisráðherra hefði staðfest í gær að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem hefði leitt til ákvörðunarinnar um stuðning. Halldór Ásgrímsson svaraði Össuri og sagði að enn á ný kæmi hann í pontu á Alþingi til þess að vekja á sér athygli og þráspyrði sig um atburði sem hefðu verið fyrir tæpum tveimur árum. Össur myndi hins ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld og færi með rangt mál. Halldór sagðist hafa sagt í viðtalinu að það væru engin bein tengsl á milli varnarhagsmuna Íslands og Íraksmálsins. Ef það kæmi Össuri á óvart að það væri náið samstarf milli Bandaríkjanna og Íslands þá væri hann furðu lostinn yfir því. Halldór sagði að Össur hefði farið með rangt mál og hvatti hann til að lesa viðtalið áður en hann kæmi næst upp. Össur svaraði því til að hann væri með það í þingsal en Halldór sagði þá að hann kynni þá ekki að lesa og gæti ekki ætlast til þess að halda áfram að þráspyrja forsætisráðherra um Íraksmálið ef hann myndi ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði við umræðurnar að pukrast hefði verið með málið að ósk bandarísku ríkisstjórnarinnar og nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu þegar Bandaríkjamönnum hentaði. Bandaríkjamönnum hefðu verið gefin frjáls afnot af nafni Íslands til að nota þegar þeim sýndist og eins og þeim sýndist, ólögmætum stríðaðgerðum sínum til stuðnings og réttlætingar. Einnig væri viðurkennt óbeint að menn hefðu verið að borga á sig vegna væntanlegra samningaviðræðna við herinn um fjórar gamlar herþotur. „Þvílík niðurlæging fyrir utanríkismál einnar sjálfstæðrar þjóðar," sagði Steingrímur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Formanni Vinstri - grænna var brugðið yfir viðtali við forsætisráðherra á Stöð tvö í gær og segir að vinnubrögðin, sem hann lýsti varðandi stuðninginn við innrásina í Írak, hafi verið niðurlægjandi fyrir íslensku þjóðina. Stjórnarliðar hvöttu stjórnarandstöðuna til að snúa sér að öðru. Stjórnarandstaðan ítrekaði á Alþingi í dag kröfu sína um að skipuð yrði sérstök rannsóknarnefnd til að kanna tildrög þess að Ísland var á lista hinna viljugu þjóða sem studdu innrásina í Írak. Tilefnið að þessu sinni var viðtal við Halldór Ásgrímsson á Stöð 2 í gær. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi og sagði að stjórnarandstaðan hefði haldið því fram að stuðningurinn við innrásina hefði verið ákveðinn vegna pólitísks þrýstings frá Bandaríkjamönnum og vegna þess að varnarhagsmunir blönduðust inn í málið. Forsætisráðherra hefði staðfest í gær að það hefði verið þrýstingur Bandaríkjamanna sem hefði leitt til ákvörðunarinnar um stuðning. Halldór Ásgrímsson svaraði Össuri og sagði að enn á ný kæmi hann í pontu á Alþingi til þess að vekja á sér athygli og þráspyrði sig um atburði sem hefðu verið fyrir tæpum tveimur árum. Össur myndi hins ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld og færi með rangt mál. Halldór sagðist hafa sagt í viðtalinu að það væru engin bein tengsl á milli varnarhagsmuna Íslands og Íraksmálsins. Ef það kæmi Össuri á óvart að það væri náið samstarf milli Bandaríkjanna og Íslands þá væri hann furðu lostinn yfir því. Halldór sagði að Össur hefði farið með rangt mál og hvatti hann til að lesa viðtalið áður en hann kæmi næst upp. Össur svaraði því til að hann væri með það í þingsal en Halldór sagði þá að hann kynni þá ekki að lesa og gæti ekki ætlast til þess að halda áfram að þráspyrja forsætisráðherra um Íraksmálið ef hann myndi ekki það sem hann hefði hlustað á í gærkvöld. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði við umræðurnar að pukrast hefði verið með málið að ósk bandarísku ríkisstjórnarinnar og nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu þegar Bandaríkjamönnum hentaði. Bandaríkjamönnum hefðu verið gefin frjáls afnot af nafni Íslands til að nota þegar þeim sýndist og eins og þeim sýndist, ólögmætum stríðaðgerðum sínum til stuðnings og réttlætingar. Einnig væri viðurkennt óbeint að menn hefðu verið að borga á sig vegna væntanlegra samningaviðræðna við herinn um fjórar gamlar herþotur. „Þvílík niðurlæging fyrir utanríkismál einnar sjálfstæðrar þjóðar," sagði Steingrímur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira