Aðferð veigameiri en verknaður 13. október 2005 15:31 Aðferðin sem notuð er við nauðgun skiptir meira máli heldur en verknaðurinn sjálfur samkvæmt lögum. Þetta er niðurstaða kandídatsritgerðar í lögfræði við Háskóla Íslands. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir flutti fyrirlestur um efni kandídatsritgerðar sinnar til embættisprófs í lögfræði í dag. Rigerðin heitir Nauðgun frá sjónarhorni kvennaréttar. Samkvæmt henni skilgreina lögin á þrennan hátt það sem almenningur kallar nauðgun. Þorbjörg segir að hún hafi skoðað í ritgerðinni hvernig lögin skilgreini nauðgun og hvort sá skilningur laganna fari saman við það sem fólk kalli í daglegu tali nauðgun. Niðurstaðan hafi verið sú að svo sé ekki. Að sögn Þorbjargar telst það einungis nauðgun ef gerandinn kemur fram vilja sínum gegn þolanda með ofbeldi eða hótun um ofbeldi, annars telst það misneyting. Þannig er gerður reginmunur á því hvort ofbeldi eða hótun er beitt eða viðkomandi komi fram vilja sínum við til dæmis manneskju sem sefur áfengissvefni. Þorbjörg segir þetta dæmi um hvernig skilningur laga og skilningur almennings fari ekki saman. Allir þekki umræðuna um útihátíðanauðganir um verslunarmannahelgi en í þeim tilvikum sem þolandi sé dauður af völdum drykkju og geti ekki spornað við verknaðinum teljist það misneyting hafi þolandinn sjálfur komið sér í það ástand. Jafnvel þótt samræði fari í þeim tilvikum fram gegn vilja þolanda teljist það brot ekki nauðgun í skilningi laganna. Þannig virðast lögin líta alvarlegri augum á ofbeldisárásina sem slíka fremur en árásina á kynfrelsi viðkomandi því refsingin er mismunandi. Þorbjörg segir að refsiramminn fyrir nauðgun sé eins til sextán ára fangelsi en fyrir misneytingu og aðra ólögmæta kynferðisnauðung sé hámarksrefsing sex ár þannig að það muni heilum tíu árum í refsiramma. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira
Aðferðin sem notuð er við nauðgun skiptir meira máli heldur en verknaðurinn sjálfur samkvæmt lögum. Þetta er niðurstaða kandídatsritgerðar í lögfræði við Háskóla Íslands. Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir flutti fyrirlestur um efni kandídatsritgerðar sinnar til embættisprófs í lögfræði í dag. Rigerðin heitir Nauðgun frá sjónarhorni kvennaréttar. Samkvæmt henni skilgreina lögin á þrennan hátt það sem almenningur kallar nauðgun. Þorbjörg segir að hún hafi skoðað í ritgerðinni hvernig lögin skilgreini nauðgun og hvort sá skilningur laganna fari saman við það sem fólk kalli í daglegu tali nauðgun. Niðurstaðan hafi verið sú að svo sé ekki. Að sögn Þorbjargar telst það einungis nauðgun ef gerandinn kemur fram vilja sínum gegn þolanda með ofbeldi eða hótun um ofbeldi, annars telst það misneyting. Þannig er gerður reginmunur á því hvort ofbeldi eða hótun er beitt eða viðkomandi komi fram vilja sínum við til dæmis manneskju sem sefur áfengissvefni. Þorbjörg segir þetta dæmi um hvernig skilningur laga og skilningur almennings fari ekki saman. Allir þekki umræðuna um útihátíðanauðganir um verslunarmannahelgi en í þeim tilvikum sem þolandi sé dauður af völdum drykkju og geti ekki spornað við verknaðinum teljist það misneyting hafi þolandinn sjálfur komið sér í það ástand. Jafnvel þótt samræði fari í þeim tilvikum fram gegn vilja þolanda teljist það brot ekki nauðgun í skilningi laganna. Þannig virðast lögin líta alvarlegri augum á ofbeldisárásina sem slíka fremur en árásina á kynfrelsi viðkomandi því refsingin er mismunandi. Þorbjörg segir að refsiramminn fyrir nauðgun sé eins til sextán ára fangelsi en fyrir misneytingu og aðra ólögmæta kynferðisnauðung sé hámarksrefsing sex ár þannig að það muni heilum tíu árum í refsiramma.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Sjá meira