Átök í framsókn 31. janúar 2005 00:01 Tvær fylkingar innan Framsóknarflokksins takast nú á, annars vegar hópur sem starfar í nánum tengslum við Halldór Ásgrímsson, og svo þeir sem eru ósáttir við vinnubrögð flokksins og þá þróun sem átt hefur sér stað innan hans. Í hópi Halldórs eru meðal annars bræðurnir Árni og Páll Magnússynir, Valgerður Sverrisdóttir ráðherra og varaþingmennirnir Guðjón Ólafur Jónsson og Herdís Sæmundardóttir. Í hinum hópnum eru Kristinn H. Gunnarsson, Una María Óskarsdóttir og jafnvel Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz. Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn. Afskipti bræðranna Árna og Páls af starfi Freyju kann að draga dilk á eftir sér. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga framsóknarmenn í gær sem höfðu verulegar áhyggjur af hvernig málum væri nú komið í flokknum þó svo að enginn þeirra sæi flokksþingið sem öruggan vettvang breytinga. Viðmælendur, sem ekki vilja koma fram undir nafni, hafa skýringar á hvað búi að baki byltingunni í Freyju. Árni Magnússon er sagður sitja í mjög ótryggu þingsæti í Reykjavíkurkjördæmi norður og sjái fyrir sér að komast á lista í kjördæmi Sivjar Friðleifsdóttur, Suðvesturkjördæmi. Freyja á fulltrúa í kjördæmaþingi, þar sem raðað er á framboðslistann. Þá hefur verið nefnt að Árni hafi jafnframt viljað styrkja stöðu sinnar fylkingar á flokksþingi, þar sem Freyjan á einnig fulltrúa, ef til þess kemur að hann, eða Valgerður bjóði sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni, eða gegn Siv sem ritari flokksins.. Viðmælendur blaðsins sögðust vissir um að atburðirnir í Kópavogi væru ekki einsdæmi og fleiri tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. Sem dæmi um flokkadrættina var nefnt að Árni hefði nýverið skipað þrjá fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum flokksins, sem áður voru í höndum Húnboga Þorsteinssonar. Hann lét af störfum sökum aldurs. Herdís Sæmundardóttir verður formaður ráðgjafanefndar jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Sævar Þór Sigurgeirsson tekur við formennsku í eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og Gestur Gestsson verður fulltrúi í innheimtustofnun sveitarfélaga. Húnbogi var einnig formaður kaupskrárnefndar, en það sæti tekur Sigurjón Örn Þórsson, aðstoðarmaður Árna Magnússonar. Öll eru þau sögð vera í fylkingu Halldórs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Tvær fylkingar innan Framsóknarflokksins takast nú á, annars vegar hópur sem starfar í nánum tengslum við Halldór Ásgrímsson, og svo þeir sem eru ósáttir við vinnubrögð flokksins og þá þróun sem átt hefur sér stað innan hans. Í hópi Halldórs eru meðal annars bræðurnir Árni og Páll Magnússynir, Valgerður Sverrisdóttir ráðherra og varaþingmennirnir Guðjón Ólafur Jónsson og Herdís Sæmundardóttir. Í hinum hópnum eru Kristinn H. Gunnarsson, Una María Óskarsdóttir og jafnvel Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz. Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn. Afskipti bræðranna Árna og Páls af starfi Freyju kann að draga dilk á eftir sér. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga framsóknarmenn í gær sem höfðu verulegar áhyggjur af hvernig málum væri nú komið í flokknum þó svo að enginn þeirra sæi flokksþingið sem öruggan vettvang breytinga. Viðmælendur, sem ekki vilja koma fram undir nafni, hafa skýringar á hvað búi að baki byltingunni í Freyju. Árni Magnússon er sagður sitja í mjög ótryggu þingsæti í Reykjavíkurkjördæmi norður og sjái fyrir sér að komast á lista í kjördæmi Sivjar Friðleifsdóttur, Suðvesturkjördæmi. Freyja á fulltrúa í kjördæmaþingi, þar sem raðað er á framboðslistann. Þá hefur verið nefnt að Árni hafi jafnframt viljað styrkja stöðu sinnar fylkingar á flokksþingi, þar sem Freyjan á einnig fulltrúa, ef til þess kemur að hann, eða Valgerður bjóði sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni, eða gegn Siv sem ritari flokksins.. Viðmælendur blaðsins sögðust vissir um að atburðirnir í Kópavogi væru ekki einsdæmi og fleiri tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. Sem dæmi um flokkadrættina var nefnt að Árni hefði nýverið skipað þrjá fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum flokksins, sem áður voru í höndum Húnboga Þorsteinssonar. Hann lét af störfum sökum aldurs. Herdís Sæmundardóttir verður formaður ráðgjafanefndar jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Sævar Þór Sigurgeirsson tekur við formennsku í eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og Gestur Gestsson verður fulltrúi í innheimtustofnun sveitarfélaga. Húnbogi var einnig formaður kaupskrárnefndar, en það sæti tekur Sigurjón Örn Þórsson, aðstoðarmaður Árna Magnússonar. Öll eru þau sögð vera í fylkingu Halldórs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira