Átök í framsókn 31. janúar 2005 00:01 Tvær fylkingar innan Framsóknarflokksins takast nú á, annars vegar hópur sem starfar í nánum tengslum við Halldór Ásgrímsson, og svo þeir sem eru ósáttir við vinnubrögð flokksins og þá þróun sem átt hefur sér stað innan hans. Í hópi Halldórs eru meðal annars bræðurnir Árni og Páll Magnússynir, Valgerður Sverrisdóttir ráðherra og varaþingmennirnir Guðjón Ólafur Jónsson og Herdís Sæmundardóttir. Í hinum hópnum eru Kristinn H. Gunnarsson, Una María Óskarsdóttir og jafnvel Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz. Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn. Afskipti bræðranna Árna og Páls af starfi Freyju kann að draga dilk á eftir sér. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga framsóknarmenn í gær sem höfðu verulegar áhyggjur af hvernig málum væri nú komið í flokknum þó svo að enginn þeirra sæi flokksþingið sem öruggan vettvang breytinga. Viðmælendur, sem ekki vilja koma fram undir nafni, hafa skýringar á hvað búi að baki byltingunni í Freyju. Árni Magnússon er sagður sitja í mjög ótryggu þingsæti í Reykjavíkurkjördæmi norður og sjái fyrir sér að komast á lista í kjördæmi Sivjar Friðleifsdóttur, Suðvesturkjördæmi. Freyja á fulltrúa í kjördæmaþingi, þar sem raðað er á framboðslistann. Þá hefur verið nefnt að Árni hafi jafnframt viljað styrkja stöðu sinnar fylkingar á flokksþingi, þar sem Freyjan á einnig fulltrúa, ef til þess kemur að hann, eða Valgerður bjóði sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni, eða gegn Siv sem ritari flokksins.. Viðmælendur blaðsins sögðust vissir um að atburðirnir í Kópavogi væru ekki einsdæmi og fleiri tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. Sem dæmi um flokkadrættina var nefnt að Árni hefði nýverið skipað þrjá fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum flokksins, sem áður voru í höndum Húnboga Þorsteinssonar. Hann lét af störfum sökum aldurs. Herdís Sæmundardóttir verður formaður ráðgjafanefndar jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Sævar Þór Sigurgeirsson tekur við formennsku í eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og Gestur Gestsson verður fulltrúi í innheimtustofnun sveitarfélaga. Húnbogi var einnig formaður kaupskrárnefndar, en það sæti tekur Sigurjón Örn Þórsson, aðstoðarmaður Árna Magnússonar. Öll eru þau sögð vera í fylkingu Halldórs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Tvær fylkingar innan Framsóknarflokksins takast nú á, annars vegar hópur sem starfar í nánum tengslum við Halldór Ásgrímsson, og svo þeir sem eru ósáttir við vinnubrögð flokksins og þá þróun sem átt hefur sér stað innan hans. Í hópi Halldórs eru meðal annars bræðurnir Árni og Páll Magnússynir, Valgerður Sverrisdóttir ráðherra og varaþingmennirnir Guðjón Ólafur Jónsson og Herdís Sæmundardóttir. Í hinum hópnum eru Kristinn H. Gunnarsson, Una María Óskarsdóttir og jafnvel Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir og Jónína Bjartmarz. Aðalfundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir flokkinn. Afskipti bræðranna Árna og Páls af starfi Freyju kann að draga dilk á eftir sér. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga framsóknarmenn í gær sem höfðu verulegar áhyggjur af hvernig málum væri nú komið í flokknum þó svo að enginn þeirra sæi flokksþingið sem öruggan vettvang breytinga. Viðmælendur, sem ekki vilja koma fram undir nafni, hafa skýringar á hvað búi að baki byltingunni í Freyju. Árni Magnússon er sagður sitja í mjög ótryggu þingsæti í Reykjavíkurkjördæmi norður og sjái fyrir sér að komast á lista í kjördæmi Sivjar Friðleifsdóttur, Suðvesturkjördæmi. Freyja á fulltrúa í kjördæmaþingi, þar sem raðað er á framboðslistann. Þá hefur verið nefnt að Árni hafi jafnframt viljað styrkja stöðu sinnar fylkingar á flokksþingi, þar sem Freyjan á einnig fulltrúa, ef til þess kemur að hann, eða Valgerður bjóði sig fram til varaformanns gegn Guðna Ágústssyni, eða gegn Siv sem ritari flokksins.. Viðmælendur blaðsins sögðust vissir um að atburðirnir í Kópavogi væru ekki einsdæmi og fleiri tilfelli kunni að koma upp á næstu dögum. Sem dæmi um flokkadrættina var nefnt að Árni hefði nýverið skipað þrjá fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum flokksins, sem áður voru í höndum Húnboga Þorsteinssonar. Hann lét af störfum sökum aldurs. Herdís Sæmundardóttir verður formaður ráðgjafanefndar jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, Sævar Þór Sigurgeirsson tekur við formennsku í eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og Gestur Gestsson verður fulltrúi í innheimtustofnun sveitarfélaga. Húnbogi var einnig formaður kaupskrárnefndar, en það sæti tekur Sigurjón Örn Þórsson, aðstoðarmaður Árna Magnússonar. Öll eru þau sögð vera í fylkingu Halldórs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira