Sakar stjórnvöld um sofandahátt 27. janúar 2005 00:01 Sofandaháttur stjórnvalda hefur skapað gróðrarstíu fyrir ófyrirleitnar starfsmannaleigur sem grefur undan samfélagsgerðinni, sagði formaður Samfylkingarinnar í umræðu á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. Stjórnarliðar lýstu einnig áhyggjum af þróun mála. Fréttir af starfsmannamálum Impregilo við Kárahnjúka urðu tilefni umræðu sem Össur Skarphéðinsson hóf en hann sagði stjórnvöld hafa sofið á verðinum. Lausatök stjórnvalda hefðu skapað aðstæður sem væru orðnar að gróðrarstíu fyrir ófyrirleitnar starfamannaleigur og nú einskorðuðust félagsleg undirboð ekki lengur við verktakabransann heldur hefðu þau sáð sér eins og samfélagslegur sjúkdómur út í atvinnulífið. Við því hefði stjórnarandstaðan varað að myndi gerast ef stjórnvöld gripu ekki strax í taumana við Kárahnjúka. Stjórnarandstæðingar voru ekki einir um að lýsa áhyggjum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að húfi væru hagsmunir íslensks lauanfólks og ef félagsleg undirboð viðgengjust í framtíðinni væri ljóst að kaupmáttur almennings myndi minnka verulega. Árni Magnússon félagsmálaráðherra minnti á að ný reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga yrði gefin út á næstu dögum. Hann sagði ljóst að málið væri það umfangsmikið að því væri hvergi nærri lokið þrátt fyrir útgáfu reglugerðarinnar eða aðrar einstakar aðgerðir sem stjórnvöld hygðust grípa til á næstunni. Íslendingar þyrftu að viðhalda sínu kerfinu þótt það þyrfti ef til vill að aðlaga það að breyttum aðstæðum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Sofandaháttur stjórnvalda hefur skapað gróðrarstíu fyrir ófyrirleitnar starfsmannaleigur sem grefur undan samfélagsgerðinni, sagði formaður Samfylkingarinnar í umræðu á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. Stjórnarliðar lýstu einnig áhyggjum af þróun mála. Fréttir af starfsmannamálum Impregilo við Kárahnjúka urðu tilefni umræðu sem Össur Skarphéðinsson hóf en hann sagði stjórnvöld hafa sofið á verðinum. Lausatök stjórnvalda hefðu skapað aðstæður sem væru orðnar að gróðrarstíu fyrir ófyrirleitnar starfamannaleigur og nú einskorðuðust félagsleg undirboð ekki lengur við verktakabransann heldur hefðu þau sáð sér eins og samfélagslegur sjúkdómur út í atvinnulífið. Við því hefði stjórnarandstaðan varað að myndi gerast ef stjórnvöld gripu ekki strax í taumana við Kárahnjúka. Stjórnarandstæðingar voru ekki einir um að lýsa áhyggjum. Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði að húfi væru hagsmunir íslensks lauanfólks og ef félagsleg undirboð viðgengjust í framtíðinni væri ljóst að kaupmáttur almennings myndi minnka verulega. Árni Magnússon félagsmálaráðherra minnti á að ný reglugerð um atvinnuréttindi útlendinga yrði gefin út á næstu dögum. Hann sagði ljóst að málið væri það umfangsmikið að því væri hvergi nærri lokið þrátt fyrir útgáfu reglugerðarinnar eða aðrar einstakar aðgerðir sem stjórnvöld hygðust grípa til á næstunni. Íslendingar þyrftu að viðhalda sínu kerfinu þótt það þyrfti ef til vill að aðlaga það að breyttum aðstæðum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira