Gerðu athugasemdir við vinnubrögð 27. janúar 2005 00:01 Þingmenn Samfylkingarinnar gerðu alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær og gagnrýndu þá fyrir að svara fyrirspurnum seint, illa eða alls ekki. Jóhann Ársælsson reið á vaðið og nefndi sem dæmi að hann hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra þann 12. október í fyrra og að samkvæmt þingsköpum væri gert ráð fyrir því að fyrirspurnum væri svarað innan átta daga. Samkvæmt útreikningum hans væru liðnir 106 dagar. Jóhann sagði að fyrirspurnir misstu gildi sitt á styttri tíma en svo. Þetta væri ófært og hann teldi að forsetar þingsins þyrftu að taka á þessu. Flokksfélagar Jóhanns, Mörður Árnason og Katrín Júlíusdóttir, tóku undir þetta. Mörður sagði að lengd málsins væri algjörlega dæmalaus en hins vegar væri kurteisi ráðherra gagnvart þingsköpum og einstökum þingmönnum það hins vegar ekki. Ráðherrum bæri að svara fyrirspurnum á ákveðnum tíma og þeir ættu að gera það. Mörður sagði enn fremur að það læddist að honum sá grunur að ráðherrar færðust undan að svara fyrirspurnum sem þeim þætti óþægilegt að svara en aldrei þessu vant væri það ekki í þeirra eigin geðþótta að gera það því þingsköp, sem hann teldi í gildi og mikilsverð, settu ráðherrum takmarkanir um þetta efni. Katrín Júlíusdóttir nefndi sem dæmi að hún hefði lent í því í tvígang í vetur að fyrirspurnum væri ekki svarað. Hún hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra Hagstofu í október sem enn hefði ekki verið svarað og hún bætti við að fyrirspurnin hefði legið inni í allan fyrravetur án þess að vera svarað. Hún sagði enn fremur að sér fyndist hafa verið brögð að því hjá ráðherrum að þeir veldu sér þægilegustu fyrirspurnirnar eins og bestu molana upp úr konfektkassa í stað þess að taka þær í eðlilegri röð eins og vera ber. Hún sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra m.a. hafa ástundað slík vinnubrögð. Í forsæti Alþingis undir þessari umræðu sat Birgir Ármannsson, þingmaður sjálfstæðismanna. Hann sagði að ábendingum Jóhanns Ársælssonar yrði að sjálfsögðu komið á framfæri en að jafnaði væri gengið eftir því af hálfu þingsins að fyrirspurnum væri svarað. Eins og þingmönnum væri kunnugt um gætu hins vegar ýmsar ástæður valdið því að fyrirspurnum væri ekki svarað eins fljótt og almennt væri gert ráð fyrir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Þingmenn Samfylkingarinnar gerðu alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær og gagnrýndu þá fyrir að svara fyrirspurnum seint, illa eða alls ekki. Jóhann Ársælsson reið á vaðið og nefndi sem dæmi að hann hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra þann 12. október í fyrra og að samkvæmt þingsköpum væri gert ráð fyrir því að fyrirspurnum væri svarað innan átta daga. Samkvæmt útreikningum hans væru liðnir 106 dagar. Jóhann sagði að fyrirspurnir misstu gildi sitt á styttri tíma en svo. Þetta væri ófært og hann teldi að forsetar þingsins þyrftu að taka á þessu. Flokksfélagar Jóhanns, Mörður Árnason og Katrín Júlíusdóttir, tóku undir þetta. Mörður sagði að lengd málsins væri algjörlega dæmalaus en hins vegar væri kurteisi ráðherra gagnvart þingsköpum og einstökum þingmönnum það hins vegar ekki. Ráðherrum bæri að svara fyrirspurnum á ákveðnum tíma og þeir ættu að gera það. Mörður sagði enn fremur að það læddist að honum sá grunur að ráðherrar færðust undan að svara fyrirspurnum sem þeim þætti óþægilegt að svara en aldrei þessu vant væri það ekki í þeirra eigin geðþótta að gera það því þingsköp, sem hann teldi í gildi og mikilsverð, settu ráðherrum takmarkanir um þetta efni. Katrín Júlíusdóttir nefndi sem dæmi að hún hefði lent í því í tvígang í vetur að fyrirspurnum væri ekki svarað. Hún hefði lagt fram fyrirspurn til ráðherra Hagstofu í október sem enn hefði ekki verið svarað og hún bætti við að fyrirspurnin hefði legið inni í allan fyrravetur án þess að vera svarað. Hún sagði enn fremur að sér fyndist hafa verið brögð að því hjá ráðherrum að þeir veldu sér þægilegustu fyrirspurnirnar eins og bestu molana upp úr konfektkassa í stað þess að taka þær í eðlilegri röð eins og vera ber. Hún sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra m.a. hafa ástundað slík vinnubrögð. Í forsæti Alþingis undir þessari umræðu sat Birgir Ármannsson, þingmaður sjálfstæðismanna. Hann sagði að ábendingum Jóhanns Ársælssonar yrði að sjálfsögðu komið á framfæri en að jafnaði væri gengið eftir því af hálfu þingsins að fyrirspurnum væri svarað. Eins og þingmönnum væri kunnugt um gætu hins vegar ýmsar ástæður valdið því að fyrirspurnum væri ekki svarað eins fljótt og almennt væri gert ráð fyrir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira