Fátækt nýja ógnin 22. janúar 2005 00:01 Hagsmunum Norðurlandaþjóðanna er best borgið innan alþjóðlegra stofnana líkt og Sameinuðu þjóðanna, NATO og Evrópusambandsins. Þetta sagði Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkisráðherra Noregs og forseti norska Rauða Krossins, á málþingi framtíðarhóps Samfylkingar í gær. Hann sagði einnig að reynsla Norðmanna hafi sýnt að það geti komið sér betur að lítið fari fyrir utanríkisstefnu lítilla þjóða, sérstaklega í deilumálum sem fara hátt. Þegar þannig sé komið fyrir treysti deiluaðilar landinu frekar til að taka þátt í sáttaumleitunum, eins og sést hafi þegar Norðmenn tóku að sér að bera skilaboð á milli Bandaríkjamanna og Víetnama í Víetnamstríðinu. Stoltenberg segir að heimurinn sé sífellt að minnka, meðal annars vegna fjölgunar ferðalaga til fjarlægra heimshluta og hann vonaðist til að með því færum við líka að sjá hinar daglegu hamfarir, sem við verðum ekki vör við í fjölmiðlum daglega. Slíkar hamfarir væru mikill fjöldi fólks sem deyr daglega úr hungri, vegna eyðni, úr veikindum eða vegna fátæktar. Áður hafi óvinurinn verið hinum megin við landamærin sem hægt hafi verið að mæta með skriðdrekum. Nú sé ógnin við heimsfriðinn fátækt, sem birtist meðal annars í rússneskum berklum. Slíkar ógnir stoppi ekki við landamæri. Ógnin vegna fátæktar komi einnig vegna þess að fólk í fátækum löndum sér velmegunina á Vesturlöndum og vill hlutdeild af þeirri velmegun. Þessar ógnir séu nýjar, hluti af nýrri heimsskipan og því þurfi að huga að félags- og efnahagslegum þáttum þegar öryggisstefna er mynduð Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Hagsmunum Norðurlandaþjóðanna er best borgið innan alþjóðlegra stofnana líkt og Sameinuðu þjóðanna, NATO og Evrópusambandsins. Þetta sagði Thorvald Stoltenberg, fyrrum utanríkisráðherra Noregs og forseti norska Rauða Krossins, á málþingi framtíðarhóps Samfylkingar í gær. Hann sagði einnig að reynsla Norðmanna hafi sýnt að það geti komið sér betur að lítið fari fyrir utanríkisstefnu lítilla þjóða, sérstaklega í deilumálum sem fara hátt. Þegar þannig sé komið fyrir treysti deiluaðilar landinu frekar til að taka þátt í sáttaumleitunum, eins og sést hafi þegar Norðmenn tóku að sér að bera skilaboð á milli Bandaríkjamanna og Víetnama í Víetnamstríðinu. Stoltenberg segir að heimurinn sé sífellt að minnka, meðal annars vegna fjölgunar ferðalaga til fjarlægra heimshluta og hann vonaðist til að með því færum við líka að sjá hinar daglegu hamfarir, sem við verðum ekki vör við í fjölmiðlum daglega. Slíkar hamfarir væru mikill fjöldi fólks sem deyr daglega úr hungri, vegna eyðni, úr veikindum eða vegna fátæktar. Áður hafi óvinurinn verið hinum megin við landamærin sem hægt hafi verið að mæta með skriðdrekum. Nú sé ógnin við heimsfriðinn fátækt, sem birtist meðal annars í rússneskum berklum. Slíkar ógnir stoppi ekki við landamæri. Ógnin vegna fátæktar komi einnig vegna þess að fólk í fátækum löndum sér velmegunina á Vesturlöndum og vill hlutdeild af þeirri velmegun. Þessar ógnir séu nýjar, hluti af nýrri heimsskipan og því þurfi að huga að félags- og efnahagslegum þáttum þegar öryggisstefna er mynduð
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira