Ráðherra vill aukið eftirlit 21. janúar 2005 00:01 Ráðuneytið hefur ekki haft starfsemi erlends, ólöglegs vinnuafls í byggingariðnaði hér á landi sérstaklega til skoðunar undanfarna daga, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, telur að slík atvinnustarfsemi hafi aukist hratt á síðustu misserum. Sé hún farin að hafa áhrif á markaðslaun í byggingariðnaði. ".Athygli mín hefur verið vakin á þessu," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um málið. "Við höfum rætt þetta við dómsmálaráðherra og ég tel að það sé full ástæða til að auka þetta eftirlit." " Lögreglan sinnir þessu eftirliti," sagði Björn. "Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur ekki bein afskipti af þessum málum. Ráðuneytið hefur á hinn bóginn lagt á það ríka áherslu, að lögregla sinni þessu eftirliti. Þessari áherslu til áréttingar hefur til dæmis verið efnt til sérstakrar fræðslu um eftirlitið og framkvæmd þess fyrir stjórnendur lögreglunnar á vegum Lögregluskóla ríkisins auk þess sem sérstök námskeið hafa verið fyrir lögreglumenn." Spurður hvort dómsmálaráðuneytið hygðist hafast eitthvað frekar að til að sporna við þessari þróun, sagði Björn að ráðuneytið og stofnanir á þess vegum færu að lögum við töku ákvarðana um komu útlendinga til landsins og eftirlit á þessu sviði. "Ef skipulega er staðið að því til dæmis að flytja inn ólöglegt vinnuafl frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins, en launþegar nýju ESB-ríkjanna þurfa hér atvinnu- og dvalarleyfi, er það sérstakt viðfangsefni fyrir lögregluna," sagði ráðherra. Hann sagði að félagsmálaráðuneytið hefði frá því á síðasta hausti haft frumkvæði að samráðs- og samstarfsfundum ráðuneytanna og stofnana þeirra um þessi mál. "Útgáfa dvalarleyfa útlendinga er á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins en atvinnuleyfa á vegum félagsmálaráðuneytisins." sagði Björn. "Það eru tvær stofnanir Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun, sem fjalla um leyfisumsóknir. Ég hef látið í ljós þá skoðun, að útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa eigi að vera á einni hendi og á verksviði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, með því yrði stjórnsýslan einfölduð og tryggð betri samfella milli leyfisveitinga og eftirlits." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira
Ráðuneytið hefur ekki haft starfsemi erlends, ólöglegs vinnuafls í byggingariðnaði hér á landi sérstaklega til skoðunar undanfarna daga, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, telur að slík atvinnustarfsemi hafi aukist hratt á síðustu misserum. Sé hún farin að hafa áhrif á markaðslaun í byggingariðnaði. ".Athygli mín hefur verið vakin á þessu," sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um málið. "Við höfum rætt þetta við dómsmálaráðherra og ég tel að það sé full ástæða til að auka þetta eftirlit." " Lögreglan sinnir þessu eftirliti," sagði Björn. "Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur ekki bein afskipti af þessum málum. Ráðuneytið hefur á hinn bóginn lagt á það ríka áherslu, að lögregla sinni þessu eftirliti. Þessari áherslu til áréttingar hefur til dæmis verið efnt til sérstakrar fræðslu um eftirlitið og framkvæmd þess fyrir stjórnendur lögreglunnar á vegum Lögregluskóla ríkisins auk þess sem sérstök námskeið hafa verið fyrir lögreglumenn." Spurður hvort dómsmálaráðuneytið hygðist hafast eitthvað frekar að til að sporna við þessari þróun, sagði Björn að ráðuneytið og stofnanir á þess vegum færu að lögum við töku ákvarðana um komu útlendinga til landsins og eftirlit á þessu sviði. "Ef skipulega er staðið að því til dæmis að flytja inn ólöglegt vinnuafl frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins, en launþegar nýju ESB-ríkjanna þurfa hér atvinnu- og dvalarleyfi, er það sérstakt viðfangsefni fyrir lögregluna," sagði ráðherra. Hann sagði að félagsmálaráðuneytið hefði frá því á síðasta hausti haft frumkvæði að samráðs- og samstarfsfundum ráðuneytanna og stofnana þeirra um þessi mál. "Útgáfa dvalarleyfa útlendinga er á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytisins en atvinnuleyfa á vegum félagsmálaráðuneytisins." sagði Björn. "Það eru tvær stofnanir Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun, sem fjalla um leyfisumsóknir. Ég hef látið í ljós þá skoðun, að útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa eigi að vera á einni hendi og á verksviði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, með því yrði stjórnsýslan einfölduð og tryggð betri samfella milli leyfisveitinga og eftirlits."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira