Innlent

Lífið komið í eðlilegt horf

Leiðin til Súðavíkur var opnuð í gær en hún hafði verið ófær frá því á sunnudag. Barði Ingibjartsson, prestur í Súðavík, segir bæjarlífið vera aftur komið í eðlilegt horf. Byggðin í bænum hafi aldrei verið í neinni hættu enda var hún flutt eftir snjóflóðin árið 1995. Hluti atvinnustarfsemi Súðavíkur er aftur á móti á gamla svæðinu. Barði segir að sjónvarpssendingar hafi ekki náðst og ekkert símasamband hafi verið utan Súðavíkur, aðeins hafi verið hægt að hringja innanbæjar í gegnum fastlínukerfi Símans.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×