Átta hús skemmd eftir snjóflóð 4. janúar 2005 00:01 Um 600 metra breitt snjóflóð féll í gærmorgun í Hnífsdal. Það hreif með sér gamlan bæ á býlinu Hrauni og eyðilagði, skemmdi hluta nýrra húss ábúandans og braut sér leið inn í sex íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við götuna Árvelli í bænum. Húsin höfðu verið rýmd. Þrjátíu björgunarsveitarmenn unnu við mokstur snjós út úr húsunum eftir að snjóflóðaathugunarmaður hafði gengið úr skugga um öryggi svæðisins. Snjóflóðið eyðilagði spennistöð Orkubús Vestfjarða og var rafmagnslaust fram eftir degi á svæðinu. Þrjú hús í Hnífsdal og nítján í Bolungarvík bættust við þau sem höfðu áður verið rýmd. Alls hafa rúmlega 140 manns yfirgefið hús sín á svæðinu. Hættuástandi á Patreksfirði og Tálknarfirði hefur verið aflýst. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og formaður almannavarnanefndar, segir húsin staðsett vestan við aðalbyggð bæjarins, rétt utan svæðis sem talið hafi verið til hættusvæða í kjölfar snjóflóðanna 1995. Raðhúsin og blokkin sem snjóflóðin hafi lent á séu í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Aðeins hafi átt að búa í þeim út þetta ár. Markús Magnússon íbúi Árvalla 6 hafði ásamt konu sinni og barni verið tvo sólarhringa að heiman. Hann leit á skemmdirnar í gær. "Íbúðin okkar er ekki verst farin. Snjór kom inn á neðri hæðina og hálffyllti hjá okkur stofuna. Lítið annað virðist skemmt hjá okkur en rafmagnstæki og dót eru rennandi blaut og örugglega ónýt." Markús segir óljóst hvort þau fái að snúa aftur heim: "Við heyrðum hjá björgunarsveit og lögreglu að okkur yrði ekki leyft að búa í húsunum." Páll Hólm, í stjórnstöð björgunarsveitarinnar Tindum í Hnífsdal, segir skemmdir á íbúðunum mismiklar. Gler og svalahurðir hafi látið undan flóðinu: "Við erum þrjátíu að moka út. Svo verður settur krossviður fyrir glugga og hurðir. Við verðum langt fram á nótt að því," sagði Páll í gærkvöldi. Almannavarnanefnd varar fólk við ferðum utan snjóflóðagarða á Flateyri. Mikill snjór hafi safnast í Skollahvilft ofan Flateyrar. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Um 600 metra breitt snjóflóð féll í gærmorgun í Hnífsdal. Það hreif með sér gamlan bæ á býlinu Hrauni og eyðilagði, skemmdi hluta nýrra húss ábúandans og braut sér leið inn í sex íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við götuna Árvelli í bænum. Húsin höfðu verið rýmd. Þrjátíu björgunarsveitarmenn unnu við mokstur snjós út úr húsunum eftir að snjóflóðaathugunarmaður hafði gengið úr skugga um öryggi svæðisins. Snjóflóðið eyðilagði spennistöð Orkubús Vestfjarða og var rafmagnslaust fram eftir degi á svæðinu. Þrjú hús í Hnífsdal og nítján í Bolungarvík bættust við þau sem höfðu áður verið rýmd. Alls hafa rúmlega 140 manns yfirgefið hús sín á svæðinu. Hættuástandi á Patreksfirði og Tálknarfirði hefur verið aflýst. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og formaður almannavarnanefndar, segir húsin staðsett vestan við aðalbyggð bæjarins, rétt utan svæðis sem talið hafi verið til hættusvæða í kjölfar snjóflóðanna 1995. Raðhúsin og blokkin sem snjóflóðin hafi lent á séu í eigu Fasteigna Ísafjarðarbæjar ehf. Aðeins hafi átt að búa í þeim út þetta ár. Markús Magnússon íbúi Árvalla 6 hafði ásamt konu sinni og barni verið tvo sólarhringa að heiman. Hann leit á skemmdirnar í gær. "Íbúðin okkar er ekki verst farin. Snjór kom inn á neðri hæðina og hálffyllti hjá okkur stofuna. Lítið annað virðist skemmt hjá okkur en rafmagnstæki og dót eru rennandi blaut og örugglega ónýt." Markús segir óljóst hvort þau fái að snúa aftur heim: "Við heyrðum hjá björgunarsveit og lögreglu að okkur yrði ekki leyft að búa í húsunum." Páll Hólm, í stjórnstöð björgunarsveitarinnar Tindum í Hnífsdal, segir skemmdir á íbúðunum mismiklar. Gler og svalahurðir hafi látið undan flóðinu: "Við erum þrjátíu að moka út. Svo verður settur krossviður fyrir glugga og hurðir. Við verðum langt fram á nótt að því," sagði Páll í gærkvöldi. Almannavarnanefnd varar fólk við ferðum utan snjóflóðagarða á Flateyri. Mikill snjór hafi safnast í Skollahvilft ofan Flateyrar.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira