Hús rýmd vegna snjóflóðahættu 3. janúar 2005 00:01 Stórt snjóflóð sem talið er hafa verið allt að 150 metra breitt féll á Skutulsfjarðarbraut, aðalgötu Ísafjarðarbæjar, síðdegis í gær. Flóðið eyðilagði ljósastaur og lenti á snjóruðningstæki en ökumaðurinn þess slapp. Þrjú önnur snjóflóð féllu á Vestfjörðum. Eitt þeirra féll á snjóflóðavarnargarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, annað á Hnífsdalsveg og hið þriðja féll við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Hús hafa verið rýmd og hafa um 160 manns yfirgefið heimili sín á Ísafirði, Bolungarvík, Hnífsdal, Dýrafirði, Önundarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld en aðstæður verða endurskoðaðar í dag. Á miðnætti var umferð um aðalgötuna lokað, samkvæmt upplýsingum almannavarnarnefndar bæjarins. Nefndin ráðleggur fólki að vera ekki á ferli. Um 60 björgunarsveitarmenn frá 11 björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru að störfum víða um land í gær. Hjálparsveit skáta í Hveragerði var á ferðinni á Hellisheiði til aðstoðar við bílstjóra sem áttu í vandræðum vegna veðurs og ófærðar. Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu hafa verið að störfum frá því um miðjan dag vegna veðurs og ófærðar ásamt því að aðstoða við sjúkraflutning. Segja má að allar björgunarsveitir á Vestfjörðum hafi verið að störfum í dag vegna mikillar ófærðar og óveðurs. Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni segir blindbyl og gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt verði að mokstri en ólíklegt sé að af því verði eins og spáin sé. Veðurstofan spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Stórt snjóflóð sem talið er hafa verið allt að 150 metra breitt féll á Skutulsfjarðarbraut, aðalgötu Ísafjarðarbæjar, síðdegis í gær. Flóðið eyðilagði ljósastaur og lenti á snjóruðningstæki en ökumaðurinn þess slapp. Þrjú önnur snjóflóð féllu á Vestfjörðum. Eitt þeirra féll á snjóflóðavarnargarð við sorpeyðingarstöðina Funa í Engidal, annað á Hnífsdalsveg og hið þriðja féll við hesthúsahverfið í Hnífsdal. Hús hafa verið rýmd og hafa um 160 manns yfirgefið heimili sín á Ísafirði, Bolungarvík, Hnífsdal, Dýrafirði, Önundarfirði, Patreksfirði og Tálknafirði. Sólarhringsvakt er á Veðurstofunni vegna hættunnar. Hún taldi ekki tímabært að hleypa fólkinu heim í gærkvöld en aðstæður verða endurskoðaðar í dag. Á miðnætti var umferð um aðalgötuna lokað, samkvæmt upplýsingum almannavarnarnefndar bæjarins. Nefndin ráðleggur fólki að vera ekki á ferli. Um 60 björgunarsveitarmenn frá 11 björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru að störfum víða um land í gær. Hjálparsveit skáta í Hveragerði var á ferðinni á Hellisheiði til aðstoðar við bílstjóra sem áttu í vandræðum vegna veðurs og ófærðar. Björgunarsveitir í Húnavatnssýslu hafa verið að störfum frá því um miðjan dag vegna veðurs og ófærðar ásamt því að aðstoða við sjúkraflutning. Segja má að allar björgunarsveitir á Vestfjörðum hafi verið að störfum í dag vegna mikillar ófærðar og óveðurs. Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerðinni segir blindbyl og gríðarlegt fannfergi á Vestfjörðum. Vegir séu nær allir ófærir. Stefnt verði að mokstri en ólíklegt sé að af því verði eins og spáin sé. Veðurstofan spáir ofankomu á Ísafirði fram á fimmtudag.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira