Lögreglumaður sóttur með valdi 20. janúar 2005 00:01 Ungur maður hefur höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis þegar honum var meinað að mótmæla komu forseta Kína hingað til lands. Lögreglumaður, sem handtók manninn og er sakaður um að hafa hótað honum í framhaldinu, mætti ekki fyrir dóm og var þess krafist í dag að hann yrði sóttur með lögregluvaldi. Maðurinn var handtekinn ásamt þremur félögum sínum fyrir að mótmæla Íslandsheimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, sumarið 2002 en þeir voru að mótmæla mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda. Bæði gerðist þetta við Perluna þegar þar var haldið kvöldverðarboð og svo aftur daginn eftir við Geysi í Haukadal þegar Kínaforseti kom þangað. Fjórmenningum var haldið um hríð inni í lögreglubíl þar og fullyrt að þegar þeim var sleppt hafi einn lögreglumaðurinn hótað því að fara með þá afsíðis og berja þá. Lögreglumaður sem sat yfir þeim í lögreglubílnum kom fyrir dóm í dag og sagðist lítið muna eftir atburðinum en þegar hann var spurður hvort hinum handteknum hefði verið hótað sagði hann svo ekki vera; það hefði hann munað. Þá var við meðferð málsins í dag sýnd frétt úr fréttatíma Stöðvar 2 þar sem mótmælendurnir ganga eftir gangstíg á hverasvæðinu með hendur á höfði og þegar lögreglumaður virðist ganga að þeim og ýta við þeim. Lögreglumaður sem grunur lék á að þar væri á ferð sagðist ekki þekkja sig af upptökunni en kannaðist við að hafa mætt mótmælendunum og að sér hafi staðið ógn af þeim. Í stefnunni gegn ríkinu segir að nokkrum dögum síðar hafi sá sem stefndi fengið hótanir úr síma sem var skráður á lögreglumann sem handtók hann. Sá lögreglumaður var boðaður fyrir dóm en lét ekki sjá sig. Lögmaður mannsins sem handtekinn var krafðist þess við lok þinghalds í dag að lögreglumaðurinn yrði sóttur með lögregluvaldi og færður fyrir dóm á morgun til að bera vitni. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Ungur maður hefur höfðað mál gegn lögreglunni fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis þegar honum var meinað að mótmæla komu forseta Kína hingað til lands. Lögreglumaður, sem handtók manninn og er sakaður um að hafa hótað honum í framhaldinu, mætti ekki fyrir dóm og var þess krafist í dag að hann yrði sóttur með lögregluvaldi. Maðurinn var handtekinn ásamt þremur félögum sínum fyrir að mótmæla Íslandsheimsókn Jiang Zemins, forseta Kína, sumarið 2002 en þeir voru að mótmæla mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda. Bæði gerðist þetta við Perluna þegar þar var haldið kvöldverðarboð og svo aftur daginn eftir við Geysi í Haukadal þegar Kínaforseti kom þangað. Fjórmenningum var haldið um hríð inni í lögreglubíl þar og fullyrt að þegar þeim var sleppt hafi einn lögreglumaðurinn hótað því að fara með þá afsíðis og berja þá. Lögreglumaður sem sat yfir þeim í lögreglubílnum kom fyrir dóm í dag og sagðist lítið muna eftir atburðinum en þegar hann var spurður hvort hinum handteknum hefði verið hótað sagði hann svo ekki vera; það hefði hann munað. Þá var við meðferð málsins í dag sýnd frétt úr fréttatíma Stöðvar 2 þar sem mótmælendurnir ganga eftir gangstíg á hverasvæðinu með hendur á höfði og þegar lögreglumaður virðist ganga að þeim og ýta við þeim. Lögreglumaður sem grunur lék á að þar væri á ferð sagðist ekki þekkja sig af upptökunni en kannaðist við að hafa mætt mótmælendunum og að sér hafi staðið ógn af þeim. Í stefnunni gegn ríkinu segir að nokkrum dögum síðar hafi sá sem stefndi fengið hótanir úr síma sem var skráður á lögreglumann sem handtók hann. Sá lögreglumaður var boðaður fyrir dóm en lét ekki sjá sig. Lögmaður mannsins sem handtekinn var krafðist þess við lok þinghalds í dag að lögreglumaðurinn yrði sóttur með lögregluvaldi og færður fyrir dóm á morgun til að bera vitni.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira