Tvöfalt hærri fasteignaskattar 11. febrúar 2005 00:01 Íbúar í Reykjavík borga ríflega tvöfalt meira í fasteignaskatt nú en þeir gerðu þegar R-listinn tók við fyrir ellefu árum að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að eftir að hafa skoðað ársreikninga borgarinnar síðastliðin tólf ár hafi þessi sláandi tala komið í ljós. Guðlaugur Þór segir að fasteignagjöldin hafi hækkað um tæplega 90 prósent en þegar holræsagjöldunum sé bætt við sé talan 114 prósent. Eðlilegt sé að taka þessi gjöld saman því þau leggist bæði á fasteignaeigendur. Árið 1993 hafi fasteignaskatturinn verið 28 þúsund krónur á íbúa en sé í dag 113 þúsund. Guðlaugur Þór segir þessa hækkun gríðarlega mikla og alls ekki í takt við það sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, hafi sagt nýlega í fjölmiðlum. "Hvað fasteignagjöldin varðar sagði hún að það ætti að fara varlega og R-listinn hefði gert það. Í mínum huga er 114 prósenta hækkun ekki að fara varlega. Á sama tíma og ríkisstjórnin er að afnema eignaskattinn þá hækkar R-listinn fasteignaskattinn út í það óendanlega. Við skulum líka átta okkur á því að þetta kemur sérstaklega illa niður á þeim sem minnst mega sín eins og eldri borgurum og þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð." Ingibjörg Sólrún segir ekki rétt að segja að fasteignaskattar hafi hækkað því álagningarhlutfallið hafi ekki gert það. Hins vegar hafi fasteignamat hækkað mikið undanfarin ár og því greiði fasteignaeigendur hærri upphæð en áður. Hún segir þessa staðreynd alls ekki einskorðast við íbúa Reykjavíkur. "Guðlaugur getur reiknað þetta eins og honum sýnist, eftir stendur sú staðreynd að fasteignaeigendur greiða lægst gjöld af eignum sínum í Reykjavík borið saman við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu." Guðlaugur Þór segir hækkunina á fasteignamatinu megi að stórum hluta rekja til "lóðaskortsstefnu" R-listans. "Þetta er einfaldlega rangt," segir Ingibjörg Sólrún. "Guðlaugur Þór ætti að kynna sér þær úttektir sem gerðar hafa verið á þessu, meðal annars í Seðlabankanum. Stærstu áhrifavaldarnir á hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru kaupmáttaraukning og aukið aðgengi að lánsfé." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Íbúar í Reykjavík borga ríflega tvöfalt meira í fasteignaskatt nú en þeir gerðu þegar R-listinn tók við fyrir ellefu árum að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að eftir að hafa skoðað ársreikninga borgarinnar síðastliðin tólf ár hafi þessi sláandi tala komið í ljós. Guðlaugur Þór segir að fasteignagjöldin hafi hækkað um tæplega 90 prósent en þegar holræsagjöldunum sé bætt við sé talan 114 prósent. Eðlilegt sé að taka þessi gjöld saman því þau leggist bæði á fasteignaeigendur. Árið 1993 hafi fasteignaskatturinn verið 28 þúsund krónur á íbúa en sé í dag 113 þúsund. Guðlaugur Þór segir þessa hækkun gríðarlega mikla og alls ekki í takt við það sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri, hafi sagt nýlega í fjölmiðlum. "Hvað fasteignagjöldin varðar sagði hún að það ætti að fara varlega og R-listinn hefði gert það. Í mínum huga er 114 prósenta hækkun ekki að fara varlega. Á sama tíma og ríkisstjórnin er að afnema eignaskattinn þá hækkar R-listinn fasteignaskattinn út í það óendanlega. Við skulum líka átta okkur á því að þetta kemur sérstaklega illa niður á þeim sem minnst mega sín eins og eldri borgurum og þeim sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð." Ingibjörg Sólrún segir ekki rétt að segja að fasteignaskattar hafi hækkað því álagningarhlutfallið hafi ekki gert það. Hins vegar hafi fasteignamat hækkað mikið undanfarin ár og því greiði fasteignaeigendur hærri upphæð en áður. Hún segir þessa staðreynd alls ekki einskorðast við íbúa Reykjavíkur. "Guðlaugur getur reiknað þetta eins og honum sýnist, eftir stendur sú staðreynd að fasteignaeigendur greiða lægst gjöld af eignum sínum í Reykjavík borið saman við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu." Guðlaugur Þór segir hækkunina á fasteignamatinu megi að stórum hluta rekja til "lóðaskortsstefnu" R-listans. "Þetta er einfaldlega rangt," segir Ingibjörg Sólrún. "Guðlaugur Þór ætti að kynna sér þær úttektir sem gerðar hafa verið á þessu, meðal annars í Seðlabankanum. Stærstu áhrifavaldarnir á hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru kaupmáttaraukning og aukið aðgengi að lánsfé."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira